Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 13:57 Haraldur Johannessen hefur snúið sér að sérfræðistörfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09
Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29