Býst við að flensan fari á flug á næstu vikum en bóluefnið búið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Flensutilfellum fer hægt og sígandi fjölgandi og býst sóttvarnalæknir við því að flensan nái hámarki um miðjan febrúar. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að flensan verði skæðari í ár en fyrri ár. Bóluefni gegn inflúensu er uppurið í landinu. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús með inflúensu í desember, þar af tveir fullorðnir um áttrætt og eitt barn, að því er kom fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis um flensusmit á föstudag. Frá því í byrjun október hafi inflúensusmit verið staðfest hjá áttatíu einstaklingum og þeim fjölgi sem eru með inflúensulík einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að flensan sé hægt og sígandi á uppleið og búast megi við að hún fari á flug á næstu vikum. Flensan sé mismunandi skæð á milli ára en ekkert bendi séstaklega til þess að hún verði skeinuhættari í ár en undanfarin ár. „Það á eftir að koma í ljós þegar hún fer á flug,“ segir hann. Vaxandi spurn eftir bóluefni Líkt og undanfarin ár kláraðist inflúensubóluefni á landinu fyrir áramót. Þórólfur segir að um 70.000 skammtar hafi komið til landsins í september og þeim hafi verið strax dreift um landið. „Það er reyndar eitthvað bóluefni sem Landspítalinn hefur pantað sérstaklega fyrir sína sjúklinga en ég held að það sé óhætt að segja allt annað bóluefni er búið. Það kunna að leynast einstaka skammtar á einstaka heilsugæslustöðvum. Það er mögulegt en það er eitthvað sáralítið,“ segir Þórólfur. Bólusetningar hafi verið vel auglýstar í haust en embættið mælir með bólusetningum fyrir áhættuhópa og heilbrigðisstarfsmenn en ekki allan almenning. Ljóst sé þó að margt heilbrigt fólk og vinnustaðir hafi farið í bólusetningu í haust og notað hluta af þeim skömmtum af bóluefninu sem komu til landsins. Þórólfur segir að spurn eftir bóluefni hafi farið vaxandi á undanförnum árum en embættið kunni ekki sérstakar skýringar á því. „Fyrir nokkrum árum vorum við bara með um 60.000 skammta og þurftum stundum að henda afgangi sem gekk ekki út. Það er ekki svo nú,“ segir hann. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira
Flensutilfellum fer hægt og sígandi fjölgandi og býst sóttvarnalæknir við því að flensan nái hámarki um miðjan febrúar. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að flensan verði skæðari í ár en fyrri ár. Bóluefni gegn inflúensu er uppurið í landinu. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús með inflúensu í desember, þar af tveir fullorðnir um áttrætt og eitt barn, að því er kom fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis um flensusmit á föstudag. Frá því í byrjun október hafi inflúensusmit verið staðfest hjá áttatíu einstaklingum og þeim fjölgi sem eru með inflúensulík einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að flensan sé hægt og sígandi á uppleið og búast megi við að hún fari á flug á næstu vikum. Flensan sé mismunandi skæð á milli ára en ekkert bendi séstaklega til þess að hún verði skeinuhættari í ár en undanfarin ár. „Það á eftir að koma í ljós þegar hún fer á flug,“ segir hann. Vaxandi spurn eftir bóluefni Líkt og undanfarin ár kláraðist inflúensubóluefni á landinu fyrir áramót. Þórólfur segir að um 70.000 skammtar hafi komið til landsins í september og þeim hafi verið strax dreift um landið. „Það er reyndar eitthvað bóluefni sem Landspítalinn hefur pantað sérstaklega fyrir sína sjúklinga en ég held að það sé óhætt að segja allt annað bóluefni er búið. Það kunna að leynast einstaka skammtar á einstaka heilsugæslustöðvum. Það er mögulegt en það er eitthvað sáralítið,“ segir Þórólfur. Bólusetningar hafi verið vel auglýstar í haust en embættið mælir með bólusetningum fyrir áhættuhópa og heilbrigðisstarfsmenn en ekki allan almenning. Ljóst sé þó að margt heilbrigt fólk og vinnustaðir hafi farið í bólusetningu í haust og notað hluta af þeim skömmtum af bóluefninu sem komu til landsins. Þórólfur segir að spurn eftir bóluefni hafi farið vaxandi á undanförnum árum en embættið kunni ekki sérstakar skýringar á því. „Fyrir nokkrum árum vorum við bara með um 60.000 skammta og þurftum stundum að henda afgangi sem gekk ekki út. Það er ekki svo nú,“ segir hann.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Fleiri fréttir Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Sjá meira