Alexis Sanchez var ónotaður varamaður er Inter gerði 1-1 jafntefli við Atalanta á laugardaginn í ítalska boltanum en Síle-maðurinn er að koma til baka úr meiðslum.
Atalanta klúðraði vítaspyrnu í uppbótartíma til þess að tryggja sér sigurinn svo Conte og lærisveinar hans sluppu með eitt stig en þeir eru í 2. sæti deildarinnar.
Conte var síðan spurður út í Sanchez eftir leikinn og hann var fljótur að svara því.
„Þið spyrjið mig út í Sanchez. Þeir sem spila verða að vera í formi. Ég er ekki ruglaður. Ég er ekki maður sem vill að hann meiðist,“ sagði Conte.
Inter Milan boss Antonio Conte flies into post-match Alexis Sanchez ranthttps://t.co/ZxG94Q8X3Opic.twitter.com/p6YiAPojzj
— Mirror Football (@MirrorFootball) January 13, 2020
„Ég veit að einn plús einn er tveir en í þínum huga er það kannski fimm. Ef ég set einhvern inn á völlinn er það útaf að það er einhver ástæða þar að baki. Ég geri það ekki bara af því bara“
„Við erum Inter. Þeir eru Atalanta. Með fullri virðingu þá eru þeir að sýna hversu góðir þeir eru. Þeir eru verkefni sem er lokið á meðan við erum að byrja með okkar.“