Stýrihópur hefur verið skipaður til að vinna að framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2020 21:00 Lundi, fjöruspói, landselur og sléttbakur eru meðal fugla- og dýrategunda sem eru í bráðri hættu hér á landi. Stýrihópur hefur verið skipaður til að vinna að framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni, en vísindamenn telja að ein milljón dýra- og plöntutegunda séu núíútrýmingarhættu í heiminum. Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað stýrihóp til að vinna að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni hér á landi. „Líffræðileg fjölbreytni er samheiti yfir fjölbreytileika lífsins, náttúrunnar. Þetta er eitt af þessum stóru viðfangefnum á sviði umhverfis og náttúruverndar,“ sagði Jón Geir Pétursson, formaður Stýrihópsins. Núverandi stefna í þessum málum er frá árinu 2008 og segir Jón Geir hana komna til ára sinna. „Loftslagsbreytingar hafa fengið mjög mikla áherslu alþjóðlega og réttilega. Þetta er hin stóra víddin í því að ræða um umhverfisbreytingar í heiminum af því að við höfum verið að sjá svo mikla hnignun og fækkun tegunda og vistkerfa og það er verið að ganga á náttúruleg svæði,“ sagði Jón Geir. Líffræðilegri fjölbreytni hefur hnignað verulega á alþjóðavísu undanfarin ár og telja vísindamenn að ein milljón dýra- og plöntutegunda séu nú í útrýmingarhættu í heiminum. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið saman rauðlista yfir plöntur og dýr hérlendis sem eiga undir högg að sækja. Dæmi um stofna sem eru í bráðri hættu eru dýrategundirnar Fjöruspói, Lundi, landselur og Sléttbakur en æðplönturnar eru til dæmis Mosaburnkni, Skeggburkni og Glitrós. Ísland er aðili að samningi Sameinuðu Þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, en í október er gert ráð fyrir stóru aðildarríkjaþingi í Kína. „Og þar eru væntingar að það geti orðið alþjóðleg tímamót svipað og Parísarsamkomulagið var með loftslagsmálin þar sem verði dregið betur fram hvaða aðferðafræði og nálganir ríki heims ætla að koma sér saman um til þess að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni til frambúðar,“ sagði Jón Geir. Umhverfismál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Lundi, fjöruspói, landselur og sléttbakur eru meðal fugla- og dýrategunda sem eru í bráðri hættu hér á landi. Stýrihópur hefur verið skipaður til að vinna að framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni, en vísindamenn telja að ein milljón dýra- og plöntutegunda séu núíútrýmingarhættu í heiminum. Guðmundir Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað stýrihóp til að vinna að nýrri stefnumótun og framkvæmdaáætlun fyrir líffræðilega fjölbreytni hér á landi. „Líffræðileg fjölbreytni er samheiti yfir fjölbreytileika lífsins, náttúrunnar. Þetta er eitt af þessum stóru viðfangefnum á sviði umhverfis og náttúruverndar,“ sagði Jón Geir Pétursson, formaður Stýrihópsins. Núverandi stefna í þessum málum er frá árinu 2008 og segir Jón Geir hana komna til ára sinna. „Loftslagsbreytingar hafa fengið mjög mikla áherslu alþjóðlega og réttilega. Þetta er hin stóra víddin í því að ræða um umhverfisbreytingar í heiminum af því að við höfum verið að sjá svo mikla hnignun og fækkun tegunda og vistkerfa og það er verið að ganga á náttúruleg svæði,“ sagði Jón Geir. Líffræðilegri fjölbreytni hefur hnignað verulega á alþjóðavísu undanfarin ár og telja vísindamenn að ein milljón dýra- og plöntutegunda séu nú í útrýmingarhættu í heiminum. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur tekið saman rauðlista yfir plöntur og dýr hérlendis sem eiga undir högg að sækja. Dæmi um stofna sem eru í bráðri hættu eru dýrategundirnar Fjöruspói, Lundi, landselur og Sléttbakur en æðplönturnar eru til dæmis Mosaburnkni, Skeggburkni og Glitrós. Ísland er aðili að samningi Sameinuðu Þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, en í október er gert ráð fyrir stóru aðildarríkjaþingi í Kína. „Og þar eru væntingar að það geti orðið alþjóðleg tímamót svipað og Parísarsamkomulagið var með loftslagsmálin þar sem verði dregið betur fram hvaða aðferðafræði og nálganir ríki heims ætla að koma sér saman um til þess að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu líffræðilegrar fjölbreytni til frambúðar,“ sagði Jón Geir.
Umhverfismál Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira