Noregskonungur áfram á sjúkrahúsi Kristján Már Unnarsson skrifar 10. janúar 2020 21:42 Haraldur Noregskonungur þegar hann kom til jólamessu í kapellunni á Holmenkollen í Osló á jóladag. Mynd/Konungshöllin, Sven Gj. Gjeruldsen. Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015. Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Haraldur fimmti Noregskonungur verður áfram á sjúkrahúsi í Osló að minnsta kosti fram yfir helgi. „Konungur var lagður inn á Ríkisspítalann vegna svima. Hann er á batavegi og búist er við að hann verði útskrifaður í næstu viku,“ sagði í stuttri tilkynningu norsku konungshallarinnar nú síðdegis. Í tilkynningu hallarinnar á miðvikudag hafði verið vonast til að konungur yrði útskrifaður fyrir helgi, - það er í dag. Jafnframt var þá sagt að enginn alvarlegur sjúkdómur hefði greinst. Haraldur tók ekki þátt í opnunarathöfn Johan Sverdrup-olíusvæðisins í Norðursjó fyrr í vikunni, eins og áformað hafði verið. Kom það því í hlut Ernu Solberg forsætisráðherra að gangsetja svæðið formlega, eins og fram kom á Stöð 2. Sjá hér: Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Hákon krónprins gegnir konunglegum skyldum í veikindaforföllum föður síns. Myndin er frá árinu 2016.Mynd/Konungshöllin, Jørgen Gomnæs. Tilkynnt var í fyrradag að konungur yrði í veikindaleyfi í tvær vikur. Hákon krónprins sinnir konunglegum skyldum í forföllum föður síns. Þannig stýrði krónprinsinn fundi ríkisráðs Noregs í dag. Konungur var einnig frá störfum í desember, þá vegna veirusýkingar. Þá stóð til að konungur myndi fylgjast með leik Noregs og Bosníu-Hersegóvínu í Evrópukeppninni í handbolta í Þrándheimi síðdegis. Krónprinsinn mætti í staðinn á leikinn og sá norska liðið fagna sigri. Fyrir fimmtán árum gekkst Haraldur undir tvær hjartaaðgerðir með skömmu millibili og var þá meðal annars skipt um hjartaloku. Tveimur árum fyrr var hann skorinn upp vegna krabbameins í blöðruhálskirtli. Haraldur verður 83 ára í næsta mánuði. Hann tók við konungdómi við andlát föður síns, Ólafs fimmta Noregskonungs, þann 17. janúar árið 1991, en margir minnast þess að sama dag hófust Heklugos og Persaflóastríð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá óvæntri skyndiheimsókn Haraldar til Íslands árið 2015.
Kóngafólk Noregur Haraldur V Noregskonungur Tengdar fréttir Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Útför Ara Behn gerð frá dómkirkjunni í Osló Norski rithöfundurinn Ari Behn, fyrrverandi tengdasonur Noregskonungs, er jarðsunginn í dag en hann svipti sig lífi á jóladag. 3. janúar 2020 13:23
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Noregskonungur óvænt í Njarðvík Haraldur Noregskonungur skoðaði víkingaskipið Íslending í fylgd forseta Íslands í Njarðvík nú síðdegis. 20. maí 2015 18:45
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“