Eitt fallegasta lag Elvis Presley sungið þegar goðsögnin Vilhjálmur var borinn til grafar Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2020 16:30 Fjöldi manns minntist Vilhjálms í Hallgrímskirkju auk þess sem fylgst var með útsendingunni víða um land. Vísir/vilhelm Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan. Andlát Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Útför Vilhjálms Einarssonar, skólastjóra og frjálsíþróttamanns, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Vilhjálmur lést á Landspítalanum þann 28. desember síðastliðinn, 85 ára að aldri. Óhætt er að segja að goðsögn hafi kvatt þennan heim en Vilhjálmur var fyrsti verðlaunahafi Íslands á Ólympíuleikum. Mikill fjöldi sótti útförina í Hallgrímskirkju auk þess sem þúsundir fylgdust með henni í beinni útsendingu víða um land. Félagar í Karlakór Reykjavíkur sungu lagið I can't help falling in love sem Elvis Presley gerði frægt á sínum tíma. Elvis og Vilhjálmur voru af sömu kynslóð en aðeins eitt ár skildi þá að. Vilhjálmur var handhafi Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag í þágu íþrótta- og uppeldismála, en hann starfaði lengst af sem kennari og skólameistari. Þá telst Vilhjálmur einnig meðal fræknustu íþróttamanna Íslandssögunnar eftir að hafa hlotið silfurverðlaun, fyrstur Íslendinga, á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956. Þar að auki var hann fimm sinnum kjörinn íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var 85 ára þegar hann lést. Vinir, samstarfsmenn og ættingjar Vilhjálms minntust hans í fjölda minningargreina í Morgunblaðinu í dag. Þar er Vilhjálmi lýst sem góðum uppalanda sem aldrei fór í manngreinigarálit, laus við allt yfirlæti og dramb. „Pabbi var hetja í augum margra. Fyrir mér var hann annað og meira en íþróttahetja. Hann var leikfélagi, kennari og hugmyndasmiður sem bauð upp á ýmislegt skemmtilegt og fjölbreytileikinn mikill sem okkur bræðrum var boðið upp á að kynnast,“ skrifar sonur hans Einar sem var sjálfur um árabil í fremstu röð í heiminum í spjótkasti. Þá er Vilhjálmur jafnframt sagður hafa verið góður sönglagasmiður og afkastamikill frístundamálari. Myndir hans prýða fjölmörg íslensk heimili, auk þess sem þeim er gert hátt undir höfði í útfararskrá Vilhjálms. Lítið ferðaveður er á landinu í dag og var því ákveðið að sýna jafnframt frá athöfninni á breiðtjaldi í Valaskjálf á Egilsstöðum. Útförin var í höndum séra Sigurðs Jónssonar. Jónas Þórir lék á orgel og Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson, Valgerður Guðnadóttir auk félaga úr Karlakór Reykjavíkur sáu um söng. Vilhjálmur verður jarðsettur síðar í Reykholtskirkjugarði. Upptöku frá útförinni má sjá hér að neðan.
Andlát Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira