Meghan farin aftur til Kanada Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2020 10:30 Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er snúin aftur til Kanada eftir stutt stopp í Bretlandi. vísir/getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie. Fjölskyldan dvaldi í Kanada í desember og komu hertogahjónin aftur til Bretlands á þriðjudag. Archie varð eftir hjá barnfóstru og vinkonum Meghan í Kanada. Það er ekki ofsögum sagt að Meghan og Harry hafi valdið titringi innan bresku konungsfjölskyldunnar nú í vikunni eftir að þau tilkynntu á miðvikudagskvöld að þau hyggist draga sig í hlé, hætta að sinna embættisskyldum með sama hætti og þau hafa gert og verða fjárhagslega sjálfstæð. Drottningin vildi ekki funda strax með Harry Tilkynningin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu. Harry var byrjaður að ræða málið lítillega við föður sinn, Karl, og hafði óskað eftir fundi með ömmu sinni, Elísabetu II Englandsdrottningu, til þess að ræða framtíðarplön sín og Meghan um leið og þau hjónin kæmu aftur til Englands frá Kanada. Drottningin taldi hins vegar ekki ráðlegt að funda með barnabarninu fyrr en hann væri búinn að ræða málið nánar við föður sinn. Þá var hertogahjónunum ráðlagt að segja ekki frá áformum sínum opinberlega. Eftir að þau greindu svo frá áformum sínum í færslu á Instagram í fyrradag bárust fregnir af því að konungsfjölskyldan væri sár og vonsvikin. Drottningin sjálf væri í miklu uppnámi og Karl og Vilhjálmur, bróðir Harry, væru hjónunum afar reiðir. Hins vegar hefur drottningin nú beint því til starfsmanna konungsfjölskyldunnar og stjórnvalda að reyna að finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má svo ákveða megi hver framtíðarhlutverk Harry og Meghan verða. Á meðan unnið er að þeirri lausn er Meghan í Kanada en Harry í Bretlandi. Stutt stopp Meghan í Bretlandi nú er raunar ekki talið tengjast ákvörðun þeirra þar sem hún ætlaði alltaf að fara fljótt aftur til sonarins í Kanada.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Konungsfjölskyldan sögð sár og vonsvikin vegna ákvörðunar Meghan og Harry Svo virðist sem hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hafi hvorki ráðfært sig við neinn í konungsfjölskyldunni né látið neinn vita af þeir ákvörðun sinni um að draga sig í hlé frá embættisskyldum sínum og fara úr framlínu fjölskyldunnar. 8. janúar 2020 23:15