Hvíta húsið reynir að stöðva útgáfu bókar Bolton Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2020 18:50 John Bolton. AP/Luis M. Alvarez Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Þjóðaröryggisráð Hvíta hússins hefur sent lögmanni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta, bréf um bók hans og krafist þess að hún verði ekki gefin út að svo stöddu. Ráðið segir bókina innihalda mikið af ríkisleyndarmálum. Bók þessi inniheldur kafla þar sem Bolton segir Trump hafa sagt sér að umdeild stöðvun neyðaraðstoðar til Úkraínu væri ætlað að þrýsta á forseta Úkraínu svo hann hæfi rannsóknir sem Trump myndi hagnast persónulega á. Hvíta segir að ekki sé verið að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar, heldur eingöngu þeirra hluta sem innihalda ríkisleyndarmál. Letter to Bolton lawyer pic.twitter.com/ty0OMcoZOl— Maggie Haberman (@maggieNYT) January 29, 2020 Trump og bandamenn hans á þingi og í fjölmiðlum hafa gengið hart fram gegn Bolton í kjölfar fregna um bókina, því það að Trump og Bolton hafi átt áðurnefnd samskipti snýr með beinum hætti að réttarhöldunum gegn Trump fyrir meint embættisbrot hans. Demókratar hafa krafist þess að Bolton verði fenginn til að bera vitni í réttarhöldunum, sem standa nú yfir, en Repúblikanar hafa barist gegn því. Sjá einnig: Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Sjálfur hefur Trump tíst tvisvar sinnum um Bolton í dag og gagnrýnt hann harðlega. Annars vegar veltir Trump því fyrir sér af hverju Bolton kvartaði ekki fyrr yfir þessum meintu brotum forsetans þegar hann var rekinn. Í hinu tístinu sagði Trump að Bolton hefði hvergi getað fengið starf og hefði grátbeðið sig um starf í Hvíta húsinu, sem þingmenn þyrftu ekki að greiða atkvæði um, og það hafi hann gert þvert á viðvaranir margra. Þá sagði Trump að bókin væri andstyggileg og ósönn. Þar að auki innihéldi hún ríkisleyndarmál. ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020 ....many more mistakes of judgement, gets fired because frankly, if I listened to him, we would be in World War Six by now, and goes out and IMMEDIATELY writes a nasty & untrue book. All Classified National Security. Who would do this?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 29, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Pressa á Repúblikönum Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump. 27. janúar 2020 22:30