Erlent

Ástralir í sóttkví á Jólaeyju vegna Wuhan-veirunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin er tekin í Hong Kong þar sem fólk beið í röð eftir að fá fríar andlitsgrímur.
Myndin er tekin í Hong Kong þar sem fólk beið í röð eftir að fá fríar andlitsgrímur. vísir/getty

Tala látinna af völdum kórónaveirunnar í Kína er komin í 132 og staðfest smit standa nú í tæplega 6000 manns.

Þá eru önnur 9000 tilfelli þar sem grunur leikur á smiti. Veiran hefur nú fundist í sextán löndum utan Kína.

Mörghundruð erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru í Wuhan þar sem veiran átti upptök sín hafa verið fluttir til síns heima.

Ástralir ætla að millilenda með þá 600 Ástrali sem bjuggu í borginni og setja þá í sóttkví á Jólaeyju, áður en þeir fá að snúa til meginlandsins.

Stjórnvöld í Japan, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu eru einnig að vinna að því að koma sínu fólki til síns heima.

Kínversk heilbrigðisyfirvöld telja að það muni taka um tíu daga til viðbótar áður en veikin nær hápunkti sínum og forsetinn Xi Jingping segir að veiran sé djöfull sem Kínverjar muni þó vinna bug á.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×