Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verði tryggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:59 Flateyri við Önundarfjörð. Vísir/Egill Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira