Fékk útborgað í andlitsgrímum og dreifði til þeirra sem þurfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. janúar 2020 14:26 Algeng sjón í Kína um þessar mundir. AP/Vincent Yu Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Það virðist engan bilbug vera að finna á íbúum í Wuhan í Kína þrátt fyrir að þar hafi fjölmargir veikst vegna kórónaveirunnar. Myndbönd af samfélagsmiðlum sýna íbúa kalla stuðningsóp úr íbúðum sínum. Fullvíst er talið að veiran eigi uppruna sinn í Wuhan í Hubei-héraði og eru flestir hinna smituðu búsettir þar. Ríflega 100 hafa látist vegna veirunnarog og um 4.500 smitast vegna veirunnar, sem einnig hefur dreift sér til Bandaríkjanna og Evrópu.Íbúar Wuhan hafa verið hvattir til að halda sig innandyra til þess að minnka líkurnar á því að veiran dreifi sér enn frekar.Á myndbandi sem BBCtók saman má sjá hvernig íbúar í blokkarhverfi í Wuhan kalla stuðningsóp sín á milli.Heyra má íbúana kalla „Wuhan jiayou“ sem þýða mætti lauslega sem „Áfram Wuhan“ eða „Vertu sterk, Wuhan“. Þessi frasi hefur einnig verið endurtekinn sí og æ á samfélagsmiðlum í Kína og virðist hann vera orðinn að einhvers konar slagorði til stuðnings íbúum Wuhan. Í frétt BBC eru fréttir af góðverkum í tengslum við veiruna raktar. Er þar meðal annars sagt frá manni sem var nýbúinn að stofna veitingastað í Wuhan þegar veirusmitið braust út. Var hann í áfalli þar sem engir viðskiptavinir komu á veitingastaðinn. En í stað þess að vera heima og kvarta ákvað hann að nýta matinn sem til var á veitingastaðnum til að útbúa 200 hádegisverði handa heilbrigðisstarfsfólki á Xiehe-spítala í borginni.Þá er einnig sagt frá manni í nærliggjandi héraði sem hafi unnið í andlitsgrímuverksmiðju á síðasta ári. Hann hætti hins vegar störfum á síðasta ári. Fyrirtækið hafði ekki efni á því að greiða honum laun en gerði upp skuldina með því að greiða manninum 15 þúsund andlitsgrímur.Grímurnar eru skyndilega orðnar verðmætar,líkt og dæmi hér á landi sýna.Í stað þess að selja grímurnar ákvað maðurinn hins vegar að gefa þær til þeirra sem á þeim þurfi að halda, í von um að með þeim takist að minnka líkurnar á því að kórónaveiran breiðist enn frekar út.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveirunnar. Ekkert smit hefur verið staðfest á Íslandi. 27. janúar 2020 13:05
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36