Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:36 Frá Torreveija á Spáni. Vísir/Getty Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna. Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur fengið staðfest að tveir Íslendingar hafi verið lagðir inn á sjúkrahús í Alicante á Spáni. Fólkið er hins vegar ekki með Wuhan-kórónaveiru, líkt og grunur var um, samkvæmt upplýsingum frá Maríu Mjöll Jónsdóttur, deildarstjóra upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu. Spænski miðillinn Cadena SER greindi frá því í gær að íslenskt par hefði verið sett í einangrun á Torreveija-sjúkrahúsinu á Alicante vegna gruns um að þau hefðu smitast af veirunni. Í fréttinni kom fram að fólkið, 66 ára kona og 52 ára karlmaður, hefði verið í Kína en einungis annað þeirra sýndi einkenni veirusmits. Ekki fengust frekari upplýsingar um líðan eða stöðu Íslendinganna á Alicante frá utanríkisráðuneytinu, utan þess að fólkið reyndist ekki smitað af veirunni. Borgaraþjónustan beinir því eftir sem áður til Íslendinga á svæðinu að taka tillit til leiðbeininga frá sóttvarnalækni og fyrirmælum stjórnvalda á staðnum um hvert skuli leita ef grunur kemur upp um smit. Sjá einnig: Lýsa yfir óvissustigi vegna kórónaveirunnar Spænsk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu um mögulegt smit á svæðinu, að sögn Kjartan Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns Landlæknis. Ekkert kom hins vegar fram um þjóðerni viðkomandi einstaklinga í tilkynningunni. Þá bendir Kjartan á að þegar hafi verið fleiri möguleg Wuhan-veirusmit til rannsóknar á Spáni, og slíkt eigi raunar við um mörg lönd í Evrópu. Þannig sé það ekki óvænt að möguleg tilfelli séu til skoðunar á Spáni, og sérstaklega á miklum ferðamannastað. Ekki hafa greinst tilfelli af Wuhan-veirunni á Spáni til þessa, og tilfelli Íslendinganna nú meðtalið. Íslendingar í Kína hvattir til að láta vita af sér Nú eru alls að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. Hert hefur verið á ferðabönnum í landinu og er almenningi í sumum borgum nú skylt að ganga um með grímur fyrir vitunum svo hefta megi frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran hefur ekki enn greinst hér á landi en ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna veirunnar. Utanríkisráðuneytið beinir því til Íslendinga í Kína að þeim sé frjálst að láta vita um ferðir sínar með því að senda póst á help@mfa.is. Gott sé að búa yfir slíkum upplýsingum ef ástandið skyldi breytast. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu upplýsingum um stöðu Íslendinganna.
Heilbrigðismál Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22 Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02 Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Wuhan-veiran: Íslenskt par sagt í einangrun á Spáni Íslenskt par hefur verið sett í einangrun á Torrevieja sjúkrahúsinu í Alicante á Spáni vegna gruns um að þau séu smituð af Wuhan-veirunni. 27. janúar 2020 22:22
Kínverjar krefjast afsökunarbeiðni vegna skopmyndar Jyllands-Posten Á myndinni má sjá kínverska fánann teiknaðan nema gulu stjörnunum hefur verið skipt út fyrir kórónaveirunni. 28. janúar 2020 09:02
Fyrsta staðfesta Wuhan-veirutilfellið í Þýskalandi Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi hafa staðfest að fyrsta tilfelli kórónaveirusmits hafi greinst í Þýskalandi. 28. janúar 2020 09:38