Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 20:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vonar að samningar náist áður en verkföll verða að veruleika. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Það sé alvarlegt mál ef þau verði að veruleika en nú standi yfir undirbúningur ef til þess kemur. Hann vonar þó að samningar náist áður en til verkfalla kemur. „Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og starfsfólk okkar er auðvitað að sinna mjög mikilvægri þjónustu þannig að við erum búin að vera að sitja yfir því með velferðarsviði og skóla- og frístundasviði og umhverfissviði að undirbúa okkur fyrir það ef til verkfalls kemur,“ segir Dagur. Megináhersla sé þó lögð á það að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ekki bara við Eflingu heldur við öll þau stéttarfélög sem borgin eigi í viðræðum við. Lífskjarasamningarnir verði til grundvallar.Sjá einnig: Tilboð Eflingar á við fjóra bragga „Styrkleiki hans er sá að þá fá þeir sem hafa lægst launin mest og ég var mjög ánægður með að það náðist breið samstaða um það. Til viðbótar hefur borgin lagt áherslu á það að það yrði líka samið um útfærslu um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Dagur. Hún sé í senn lífsgæðamál og lífskjaramál. Spurður hvort borgin geti staðið undir þeim kröfum sem Efling gerir í kjaradeilinni svarar Dagur: „Við auðvitað verjum miklum fjármunum til skóla- og velferðarmála, að sjálfsögðu. En kostnaður við eina kjarasamninga þarf að setja í samhengi við það að aðrir muni gera tilkall til sömu viðbótarhækkana ef við förum umfram lífskjarasamningana.“ Óttast að langt sé á milli miðað við yfirlýsingar Eflingar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vildi í samtali við fréttastofu fyrr í dag meina að tilboð Eflingar fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. Þeirri skoðun virðist borgarstjóri ekki deila af ofangreindum orðum hans að dæma. „Fyrir okkur er lykilatriði að ná samningum. Fyrir okkur er lykilatriði að hafa ánægt starfsfólk á öllum vinnustöðum en um leið þurfum við að hafa þetta heildarsamhengi undir þegar verið er að gera kjarasamninga,“ segir Dagur. Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að dæma má ætla að þvert á móti ríki ekki ánægja meðal starfsfólk enda góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni og yfir 95% greiddu atkvæði með verkfallsboðun. „Það var ekki óvænt að fyrst að gripið er til aðgerða að þá mælist mikill stuðningur við það í atkvæðagreiðslu. Það sem ég held að skipti mestu máli er að ná kjarasamningum,“ ítrekar Dagur. Hann segir það alvarlegt mál ef verkföllin verða að veruleika. „Þess vegna er mjög mikið í húfi að við nýtum tímann vel,“ segir Dagur. Hann kveðst mátulega bjartsýnn á að það takist að semja. „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin,“ segir Dagur. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Það sé alvarlegt mál ef þau verði að veruleika en nú standi yfir undirbúningur ef til þess kemur. Hann vonar þó að samningar náist áður en til verkfalla kemur. „Verkföll eru alltaf áhyggjuefni og starfsfólk okkar er auðvitað að sinna mjög mikilvægri þjónustu þannig að við erum búin að vera að sitja yfir því með velferðarsviði og skóla- og frístundasviði og umhverfissviði að undirbúa okkur fyrir það ef til verkfalls kemur,“ segir Dagur. Megináhersla sé þó lögð á það að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ekki bara við Eflingu heldur við öll þau stéttarfélög sem borgin eigi í viðræðum við. Lífskjarasamningarnir verði til grundvallar.Sjá einnig: Tilboð Eflingar á við fjóra bragga „Styrkleiki hans er sá að þá fá þeir sem hafa lægst launin mest og ég var mjög ánægður með að það náðist breið samstaða um það. Til viðbótar hefur borgin lagt áherslu á það að það yrði líka samið um útfærslu um styttingu vinnuvikunnar,“ segir Dagur. Hún sé í senn lífsgæðamál og lífskjaramál. Spurður hvort borgin geti staðið undir þeim kröfum sem Efling gerir í kjaradeilinni svarar Dagur: „Við auðvitað verjum miklum fjármunum til skóla- og velferðarmála, að sjálfsögðu. En kostnaður við eina kjarasamninga þarf að setja í samhengi við það að aðrir muni gera tilkall til sömu viðbótarhækkana ef við förum umfram lífskjarasamningana.“ Óttast að langt sé á milli miðað við yfirlýsingar Eflingar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, vildi í samtali við fréttastofu fyrr í dag meina að tilboð Eflingar fela í sér tryggingu gegn svokölluðu höfrungahlaupi. Þeirri skoðun virðist borgarstjóri ekki deila af ofangreindum orðum hans að dæma. „Fyrir okkur er lykilatriði að ná samningum. Fyrir okkur er lykilatriði að hafa ánægt starfsfólk á öllum vinnustöðum en um leið þurfum við að hafa þetta heildarsamhengi undir þegar verið er að gera kjarasamninga,“ segir Dagur. Af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun að dæma má ætla að þvert á móti ríki ekki ánægja meðal starfsfólk enda góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni og yfir 95% greiddu atkvæði með verkfallsboðun. „Það var ekki óvænt að fyrst að gripið er til aðgerða að þá mælist mikill stuðningur við það í atkvæðagreiðslu. Það sem ég held að skipti mestu máli er að ná kjarasamningum,“ ítrekar Dagur. Hann segir það alvarlegt mál ef verkföllin verða að veruleika. „Þess vegna er mjög mikið í húfi að við nýtum tímann vel,“ segir Dagur. Hann kveðst mátulega bjartsýnn á að það takist að semja. „En ég hef auðvitað áhyggjur af því að ýmis orð sem hafa fallið og yfirlýsingar þýði það að það sé lengra í land en maður getur vonað. En ég held að allir hljóti að átta sig á þessu stóra samhengi og því hversu mikilvægir lífskjarasamningarnir eru, ekki síst fyrir þá sem eru með lægstu launin,“ segir Dagur.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. 26. janúar 2020 14:21
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24
Afhenti borgarstjóra og ríkissáttasemjara verkfallsboðun Sólveig átti í kjölfarið óvæntan fund með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 27. janúar 2020 12:49