Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Kjartan Kjartansson skrifar 27. janúar 2020 10:50 John Bolton er nú sagður tilbúinn að bera vitni í rannsókn og réttarhöldum þingsins yfir Trump forseta. Vísir/EPA Demókratar krefjast þess að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, verði kallaður til að bera vitni í réttarhöldum yfir forsetanum vegna fullyrðinga hans um að Trump hafi tengt hernaðaraðstoð til Úkraínu við pólitískar rannsóknir sem hann sóttist eftir. Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í september, bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld. Forsetinn er meðal annars sakaður um að hafa misnota vald sitt til að fá stjórnvöld í Kænugarði til að hefja rannsóknir á pólitískum keppninauti hans. Lögmaður Bolton lét þó í veðri vaka að Bolton hefði upplýsingar um ýmislegt sem ekki hefði komið fram við rannsóknina. Hann væri tilbúinn að bera vitni yrði honum stefnt til þess. Í drögum að bók sem Bolton hefur skrifað um reynslu sína í Hvíta húsinu kemur fram að Trump forseti hafi sagt honum að hann vildi halda áfram að frysta hátt í 400 milljón dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu þangað til að stjórnvöld þar hæfu rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í kosningum á þessu ári. Trump og verjendur hans hafa fram að þessu fullyrt að engin slík „kaup kaups“ hafi verið í spilunum í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld. Hernaðaraðstoðin sem forsetinn lét frysta í fyrra hefði ekkert haft með rannsóknir á pólitískum andstæðingum hans að gera. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump báru vitni í rannsókn þingsins um að þeir teldu að hernaðaraðstoðin og fundur í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir hefði verið skilyrtur við pólitísku rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Fullyrðingar Bolton í bókinni sem enn er ekki komin út eru þær fyrstu sem bendla Trump sjálfan við það persónulega. Trump og Bolton skildu ekki í góðu í september. Forsetinn sagðist hafa rekið þjóðaröryggisrágjafann en Bolton sagðist hafa hætt.Vísir/Getty Sagður tilbúinn að bera vitni New York Times segir að Bolton hafi sent Hvíta húsinu drög að bókinni til umsagnar sem núverandi og fyrrverandi embættismenn sem skrifa bækur um reynslu sína þurfa að gangast undir. Hvíta húsið geti mögulega komið í veg fyrir birtingu bókarinnar eða látið fjarlægja efni úr henni. Bolton er nú sagður hafa hug á því að bera vitni um það sem hann varð áskynja í starfi sínu og tengdist þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Hann er meðal annars sagður óttast að ef lýsing hans á Úkraínumálinu kemur ekki fram fyrr en eftir að réttarhöldum öldungadeildar þingsins lýkur verði hann sakaður um að hafa legið á henni til þess að selja bók sína. Útlit er fyrir að réttarhöldunum yfir Trump vegna embættisbrota gæti lokið þegar í þessari viku. Fátt er sagt benda til þess að Repúblikanaflokkur Trump eigi eftir að fallast á að kalla til ný vitni eða leyfa að frekari gögn verði lögð fram. Hvíta húsið hefur komið í veg fyrir að háttsettir embættismenn beri vitni og hafnað að afhenda skjöl sem tengjast samskiptunum við Úkraínu. „Réttarhöld öldungadeildarinnar verða að sækjast eftir öllum sannleikanum og herra Bolton hefur þýðingarmiklar upplýsingar. Það er engin verjanleg ástæða til þess að bíða þar til þess bók verður gefin út þegar upplýsingarnar sem hann býr yfir hafa lykilþýðingu fyrir mikilvægustu ákvörðunina sem öldungadeildarþingmenn þurfa að taka, hvort þeir eigi að sakfella forsetann fyrir embættisbrot,“ sögðu saksóknarar fulltrúadeildarinnar í sameiginlegri yfirlýsingu. Trump svaraði fréttunum af fullyrðingu Bolton á Twitter og neitaði að hafa nokkru sinni sagt ráðgjafanum að hernaðaraðstoðin væri tengd rannsóknunum. Bolton hafi ekki kvartað undan því þegar hann lét af störfum í haust. „Ef John Bolton sagði þetta var það bara til að selja bók,“ tísti forsetinn. I NEVER told John Bolton that the aid to Ukraine was tied to investigations into Democrats, including the Bidens. In fact, he never complained about this at the time of his very public termination. If John Bolton said this, it was only to sell a book. With that being said, the...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2020 Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Demókratar krefjast þess að John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti, verði kallaður til að bera vitni í réttarhöldum yfir forsetanum vegna fullyrðinga hans um að Trump hafi tengt hernaðaraðstoð til Úkraínu við pólitískar rannsóknir sem hann sóttist eftir. Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í september, bar ekki vitni í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptum Trump við úkraínsk stjórnvöld. Forsetinn er meðal annars sakaður um að hafa misnota vald sitt til að fá stjórnvöld í Kænugarði til að hefja rannsóknir á pólitískum keppninauti hans. Lögmaður Bolton lét þó í veðri vaka að Bolton hefði upplýsingar um ýmislegt sem ekki hefði komið fram við rannsóknina. Hann væri tilbúinn að bera vitni yrði honum stefnt til þess. Í drögum að bók sem Bolton hefur skrifað um reynslu sína í Hvíta húsinu kemur fram að Trump forseti hafi sagt honum að hann vildi halda áfram að frysta hátt í 400 milljón dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu þangað til að stjórnvöld þar hæfu rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í kosningum á þessu ári. Trump og verjendur hans hafa fram að þessu fullyrt að engin slík „kaup kaups“ hafi verið í spilunum í samskiptum hans við úkraínsk stjórnvöld. Hernaðaraðstoðin sem forsetinn lét frysta í fyrra hefði ekkert haft með rannsóknir á pólitískum andstæðingum hans að gera. Núverandi og fyrrverandi embættismenn ríkisstjórnar Trump báru vitni í rannsókn þingsins um að þeir teldu að hernaðaraðstoðin og fundur í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir hefði verið skilyrtur við pólitísku rannsóknirnar sem Trump sóttist eftir. Fullyrðingar Bolton í bókinni sem enn er ekki komin út eru þær fyrstu sem bendla Trump sjálfan við það persónulega. Trump og Bolton skildu ekki í góðu í september. Forsetinn sagðist hafa rekið þjóðaröryggisrágjafann en Bolton sagðist hafa hætt.Vísir/Getty Sagður tilbúinn að bera vitni New York Times segir að Bolton hafi sent Hvíta húsinu drög að bókinni til umsagnar sem núverandi og fyrrverandi embættismenn sem skrifa bækur um reynslu sína þurfa að gangast undir. Hvíta húsið geti mögulega komið í veg fyrir birtingu bókarinnar eða látið fjarlægja efni úr henni. Bolton er nú sagður hafa hug á því að bera vitni um það sem hann varð áskynja í starfi sínu og tengdist þrýstingsherferðinni gegn Úkraínu. Hann er meðal annars sagður óttast að ef lýsing hans á Úkraínumálinu kemur ekki fram fyrr en eftir að réttarhöldum öldungadeildar þingsins lýkur verði hann sakaður um að hafa legið á henni til þess að selja bók sína. Útlit er fyrir að réttarhöldunum yfir Trump vegna embættisbrota gæti lokið þegar í þessari viku. Fátt er sagt benda til þess að Repúblikanaflokkur Trump eigi eftir að fallast á að kalla til ný vitni eða leyfa að frekari gögn verði lögð fram. Hvíta húsið hefur komið í veg fyrir að háttsettir embættismenn beri vitni og hafnað að afhenda skjöl sem tengjast samskiptunum við Úkraínu. „Réttarhöld öldungadeildarinnar verða að sækjast eftir öllum sannleikanum og herra Bolton hefur þýðingarmiklar upplýsingar. Það er engin verjanleg ástæða til þess að bíða þar til þess bók verður gefin út þegar upplýsingarnar sem hann býr yfir hafa lykilþýðingu fyrir mikilvægustu ákvörðunina sem öldungadeildarþingmenn þurfa að taka, hvort þeir eigi að sakfella forsetann fyrir embættisbrot,“ sögðu saksóknarar fulltrúadeildarinnar í sameiginlegri yfirlýsingu. Trump svaraði fréttunum af fullyrðingu Bolton á Twitter og neitaði að hafa nokkru sinni sagt ráðgjafanum að hernaðaraðstoðin væri tengd rannsóknunum. Bolton hafi ekki kvartað undan því þegar hann lét af störfum í haust. „Ef John Bolton sagði þetta var það bara til að selja bók,“ tísti forsetinn. I NEVER told John Bolton that the aid to Ukraine was tied to investigations into Democrats, including the Bidens. In fact, he never complained about this at the time of his very public termination. If John Bolton said this, it was only to sell a book. With that being said, the...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 27, 2020
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira