Vinstrimenn höfðu betur gegn Salvini og félögum í Emilia-Romagna Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 23:43 Matteo Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í Emilia-Romagna, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Getty Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn. Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu, sem skilgreindur er sem mið-vinstriflokkur, virðist hafa haft betur gegn Bandalaginu, flokki fyrrverandi innanríkisráðherrans Matteo Salvini, í héraðskosningum í Emilia-Romagna í norðurhluta Ítalíu sem fram fóru í dag. Útgönguspá RAI benti til að Lýðræðisflokkurinn hafi fengið á milli 47 og 51 prósent atkvæða, en Bandalagið milli 44 og 48 prósent. Sérstaklega náið hefur verið fylgst með kosningunum í Emilia-Romagna þar sem vinstriflokkar hafa verið við stjórn frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Héraðið er eitt það auðugasta á Ítalíu, en höfuðborg þess er Bologna. Tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni Salvini tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni í héraðinu, en hann vonaðist til þess að með því að bera sigur úr býtum í kosningunum þar gæti það skilað sér í að stjórnarsamstarf Lýðræðisflokksins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar á landsvísu gæti runnið sitt skeið á enda. Reiknað er með að lokatölur muni liggja fyrir á morgun. Héraðskosningar fóru einnig fram í Kalabríu í suðurhluta landsins þar sem Bandalagið virðist hafa unnið öruggan sigur, líkt og skoðanakannanir bentu til. Misreiknaði stöðuna Salvini og Bandalag hans hafa talað fyrir strangari innflytjendalöggjöf, lækkun skatta og gegn náinni Evrópusamvinnu. Salvini tók við embætti innanríkisráðherra sumarið 2018, en hann sagði af sér í ágúst síðastliðinn og sleit stjórnarsamstarfi við Fimm stjörnu hreyfinguna, í þeirri trú að boðað yrði til nýrra kosninga. Fimm stjörnu hreyfingin leitaði hins vegar þá til Lýðræðisflokksins, sem var í stjórnarandstöðu, og myndaði með þeim nýja stjórn.
Ítalía Tengdar fréttir Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Di Maio sagður ætla að hætta Luigi di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, er sagður ætla að láta af formennsku í Fimm stjörnu hreyfingunni síðar í dag. 22. janúar 2020 08:36