Young lagði upp í þriðja jafntefli Inter í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2020 13:27 Young lagði upp mark Inter fyrir Martínez. vísir/getty Inter og Cagliari skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Ashley Young var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Inter og hann lagði upp mark liðsins. Á 29. mínútu átti Young fyrirgjöf á kollinn á Lautaro Martínez sem skallaði í netið. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka jafnaði Radja Nainggolan metin með skoti fyrir utan vítateig sem fór af Alessandro Bastoni, varnarmanni Inter, í stöng og inn. Í uppbótartíma missti Martínez stjórn á skapi sínu og fékk rauða spjaldið. Inter er í 2. sæti deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus sem mætir Napoli í kvöld. Cagliari, sem hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar. Ítalski boltinn
Inter og Cagliari skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Ashley Young var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Inter og hann lagði upp mark liðsins. Á 29. mínútu átti Young fyrirgjöf á kollinn á Lautaro Martínez sem skallaði í netið. Þegar tólf mínútur voru til leiksloka jafnaði Radja Nainggolan metin með skoti fyrir utan vítateig sem fór af Alessandro Bastoni, varnarmanni Inter, í stöng og inn. Í uppbótartíma missti Martínez stjórn á skapi sínu og fékk rauða spjaldið. Inter er í 2. sæti deildarinnar með 48 stig, þremur stigum á eftir toppliði Juventus sem mætir Napoli í kvöld. Cagliari, sem hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti