Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 22:00 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Baldur Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira