Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 19:18 Þrír meintir liðsmenn Undirstöðunnar sem voru handteknir í Georgíu, grunaðir um ráðabrugg um morð. AP/Lögreglan í Floyd-sýslu Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Bandarískur leiðtogi nýnasistasamtakanna Undirstöðunnar stýrir þeim frá Rússlandi þar sem hann býr, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrir liðsmenn samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrr í þessum mánuði, sumir þeirra fyrir að leggja á ráðin um morð. Undirstaðan (e. The Base) eru bandarísk haturssamtök sem aðhyllast ofbeldisverk til þess að hrinda af stað kynþáttastríði og stofna ríki sem byggist á hvítri þjóðernishyggju, að mati bandarískra lögregluyfirvalda. Sjö liðsmenn þeirra voru handteknir á dögunum en sumir þeirra ætluðu að mæta á samkomu skotvopnaáhugamanna i Richmond í Virginíu á mánudag. Leynd er sögð hafa ríkt yfir hver stýrir Undirstöðunni sem var stofnuð árið 2018. BBC fullyrðir að rannsókn þess hafi leitt í ljós að Rinaldo Nazzaro, 46 ára gamall Bandaríkjamaður, stýri Undirstöðunni. Hann hafi verið búsettur í Pétursborg í Rússlandi í á annað ár. Hann gangi undir dulnefnunum „Normannaspjót“ og „Rómverski úlfur“. Breska blaðið The Guardian segist einnig hafa rakið Undirstöðuna til Nazzaro. Myndband frá því í mars í fyrra sýnir Nazzaro í Rússlandi. Hann er klæddur í bol með mynd af Vladímír Pútín Rússlandsforseta sem á er letrað „Rússland, algert vald“. Nazzaro var skráður sem gestur á ráðstefnu á vegum rússneskra stjórnvalda í Moskvu í fyrra. Flutti til Rússlands eftir að hann byrjaði að safna liði Nazzaro flutti til Pétursborgar frá New York. Þar virðist hann hafa stýrt fyrirtæki sem bauð aðgang að öryggissérfræðingum með sérþekkingu á njósnum, aðgerðum gegn hryðjuverkum og sálfræðilegum aðgerðum. Hann giftist rússneskri konu árið 2012 sem er skráð fyrir íbúð þeirra í Pétursborg. The Guardian segir að Nazzaro hafi haldið því fram undir dulnefnum að hafa gegnt herþjónustu í Rússlandi og Afganistan. Hjónin virðast hafa flutt með börn sín til Rússlands skömmu eftir að Nazzaro byrjaði að byggja upp Undirstöðuna á netinu. Samtökin eru sögð safna liði á netinu og að samskipti þeirra fari fram í gegnum dulkóðuð samskiptaforrit. Liðsmenn eru hvattir til að gangast undir herþjálfun. Færslur á samfélagsmiðlum sem voru birtar í nafni „Normannaspjótsins“ voru meðal annars deilingar á myndum og myndböndum frá breskum hryðjuverkasamtökum sem nefnast National Action. Þá lofaði notandinn hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og auglýsti eftir félögum sem kynnu með vopn að fara fyrir nýstofnuðu samtökin. Ætluðu að myrða andfasista Handtökur á sjö liðsmönnum Undirstöðunnar voru gerðar í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði. Á meðal þeirra voru þrír karlmenn sem voru ákærðir fyrir að leggja á ráðinn um að myrða hjón sem tengjast samtökum svonefndra andfasista í Georgíu. Mennirnir voru handteknir eftir að alríkislögreglumaður laumaði sér inn í hóp þeirra og fylgdi þeim meðal annars að húsi hjónanna þegar öfgamennirnir kynntu sér aðstæður þar. Þrír meintir liðsmenn voru handteknir í Maryland og Delaware í síðustu viku. Þeir voru sakaðir um að hafa keypt þúsundir skotfæra og skotheld vesti. Einhverjir þeirra hafi sett saman hríðskotariffil úr varahlutum. Talið er að þeir hafi ætla að vera viðstaddir skotvopnasamtöku í Richmond, ríkishöfuðborg Virginíu á mánudag. Mikill viðbúnaður var í Virginíu vegna samkomunnar og bönnuð yfirvöld meðal annars tímabundið vopnaburð við ríkisþinghúsið. Skammt er síðan nýnasistar og aðrir hvítir þjóðernissinnar hleyptu öllu í bál og brand í Virginíu í kringum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017. Til óeirða kom á milli öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Kona á fertugsaldri var drepin þegar nýnasisti keyrði inn í hóp mótmælenda öfgamannanna. Tugir til viðbótar særðust.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Nýnasistar handteknir í tengslum við skotvopnasamkomu og morðtilræði Mennirnir tilheyra öfgasamtökum sem búa sig undir hrun Bandaríkjanna og kynþáttastríð. Fulltrúi FBI laumaði sér inn í hópinn og kom upp um ráðabrugg um morð. 18. janúar 2020 10:05