Segir sambýlið úrelt og henta illa fyrir fólk með fötlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 19:00 Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum. Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum.
Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira