Segir sambýlið úrelt og henta illa fyrir fólk með fötlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. janúar 2020 19:00 Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum. Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk segir að húsnæði fólksins sé úrelt. Það uppfylli hvorki lög um fatlaða né nútímakröfur. Þrír af fjórum íbúum sambýlisins bjuggu á Kópavogshælinu og hafa fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar.Í lögum um þjónustu við fatlað fólk fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili. Þá á það rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr. Loks kemur að fötluðu fólki sem býr nú á stofnunum eða sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. Sigurður Sigurðsson forstöðumaður Sigurhæðar segir að íbúar á sambýlinu njóti ekki þessara réttinda. „Ég held að það sé nú alvitað í þessum bransa að það eru ansi margir sem bíða eftir úrræðum og það eru mörg sambýli eins og þetta hér sem eru orðin úrelt,“ segir Sigurður. Fjórir einstaklingar með fötlun búa á sambýlinu Sighæð af tveir hjólastól. Þrír þeirra fluttu þangað beint frá Kópavogshæli en þeir hafa nú fengið sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar þar. Þeir hafa alla sína ævi búið með öðrum á sambýlum. „Fólkið er sumt orðið aldrað og það væri nú gott að það fengi að prófa einhvern tíma á ævinni að búa í íbúð þar sem það ræður sjálft ríkjum,“ segir Sigurður. Íbúar búa í 13-14 fermetra herbergjum en önnur aðstaða er sameiginleg. Sigurður nefnir að eldhúsið henti ekki vel því það þarf að loka því reglulega vegna veikinda eins íbúans sem bitnar þá á öðrum. „Við þurfum reglulega að læsa eldhúsinu svo einn íbúinn fari sér ekki að voða en á meðan geta aðrir íbúar ekki aðstöðuna. Þá komast tveir íbúar illa hingað inn því þeir eru í hjólastól þannig að við þurfum að bera þá inní eldhúsið ef þeir vilja sitja hér. Við erum með borðstofu þar sem við borðum en þeir eiga auðvitað að geta farið um í eldhúsinu til jafns við aðra,“ segir Sigurður. Tveir karlmenn í hjólastól hafa sameiginlega salernisaðstöðu. „Salernið er barn síns tíma enda var húsið ekki byggt sem sambýli. Það er erfitt að athafna sig þar inni en stundum þurfa tveir starfsmenn að aðstoða þar inni,“ segir Sigurður. Sigurður telur að stjórnvöld séu ekki að vinna hlutina nógu hratt í málaflokknum. „Þessi málaflokkur fellur stundum milli stafs og bryggju. Það þarf að setja meira vítamín í hann,“ segir Sigurður að lokum.
Garðabær Heilbrigðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent