Ronaldo skoraði er Juventus tapaði gegn Napoli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2020 22:00 Úr leiknum í dag. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag. Maurizio Sarri tókst ekki að stýra Juventus til sigurs gegn sýnum fyrrum félögum í Napoli í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Piotr Zielinski heimamönnum yfir þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. Lorenzo Insigne tryggði Napoli svo sigurinn með öðru marki þeirra á 86. mínútu en Ronaldo minnkaði metin í uppbótartímar og þar við sat. Juventus er áfram á toppi deildarinnar með 51 stig, þremur stigum á undan Inter Milan sem gerði enn og aftur jafntefli fyrr í dag. Slagnum um Rómarborg lauk með 1-1 jafntefli en erkifjendurnir Roma og Lazio þurftu að sætta sig við stig á lið í leik liðanna í dag. Edin Dzeko kom heimamönnum í Roma yfir eftir 26. mínútna leik en Francesco Acerbi jafnaði metin átta mínútum síðar og þannig var staðan allt til leiksloka. Lokatölur því 1-1. Lazio er sem fyrr í 3. sæti með 46 stig á meðan Roma er sæti neðar með 39 stig. Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag. Maurizio Sarri tókst ekki að stýra Juventus til sigurs gegn sýnum fyrrum félögum í Napoli í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Piotr Zielinski heimamönnum yfir þegar rétt rúmur klukkutími var liðinn af leiknum. Lorenzo Insigne tryggði Napoli svo sigurinn með öðru marki þeirra á 86. mínútu en Ronaldo minnkaði metin í uppbótartímar og þar við sat. Juventus er áfram á toppi deildarinnar með 51 stig, þremur stigum á undan Inter Milan sem gerði enn og aftur jafntefli fyrr í dag. Slagnum um Rómarborg lauk með 1-1 jafntefli en erkifjendurnir Roma og Lazio þurftu að sætta sig við stig á lið í leik liðanna í dag. Edin Dzeko kom heimamönnum í Roma yfir eftir 26. mínútna leik en Francesco Acerbi jafnaði metin átta mínútum síðar og þannig var staðan allt til leiksloka. Lokatölur því 1-1. Lazio er sem fyrr í 3. sæti með 46 stig á meðan Roma er sæti neðar með 39 stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti