Þingmenn að farast úr leiðindum Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 10:36 Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Vísir/AP Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. Einhverjir sögðust ekki hafa heyrt neitt sem dugði til að sannfæra þá um að víkja Trump úr embætti og aðrir sögðust þegar hafa gert upp hug sinn um að sýkna hann. Þá virðist sem að þingmenn hafi verið að farast úr leiðindum í salnum. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að víkja forseta úr embætti og nánast engar líkur eru á að það muni gerast. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum af því að Repúblikanar hafi ekki nálgast réttarhöldin með opnum hug. Repúblikanar segja hins vegar að Demókrötum hafi ekki tekist að sannfæra þá. Þingmaðurinn Mike Braun, sem er Repúblikani frá Indiana, sagði til dæmis að hann myndi líklega sýkna forsetann, nema Demókratar varpi fram nýjum upplýsingum sem sýni málið gegn Trump í nýju ljósi. Hér er vert að taka fram að Repúblikanar sömdu reglur réttarhaldanna og meinuðu Demókrötum að kalla til vitni og afla frekari gagna. Sagði mikilvægt að sakfella Trump Flutningsmenn fulltrúadeildarinnar notuðu gærkvöldið og nóttina til að fara yfir meint brot Trump og segja hann hafa misnotað vald sitt. Adam Schiff, sem leiðir flutninginn varði miklum tíma í að reyna að ná til Repúblikana og bað þá meðal annars um að hugsa sig vel um hvort að þeir gætu verið fullvissir um að Trump myndi setja hag Bandaríkjanna ofar eigin hag. Trump hefði þegar sýnt ítrekað fram á að hans eigin hagur færi ofar hagi Bandaríkjanna. Schiff sagði einstaklega mikilvægt að sakfella Trump. Hann ógnaði Bandaríkjunum og ef það sem væri rétt skipti ekki máli lengur væru Bandaríkin í miklum vandræðum. Leiði meðal þingmanna Réttarhöldin hafa reynst þingmönnum erfið en þeim er meðal annars meinað að hafa síma og tala sín á milli á meðan réttarhöldin standa yfir. Minnst tveir þingmenn virðast hafa sofnað og aðrir hafa tekið upp á því að leika sér með fidget spinner og bréfskutlur. Reglurnar segja einnig að þingmenn megi ekki standa upp úr sætum sínum en það hafa minnst níu Demókratar og 22 Repúblikanar gert. Þingkonan Marsha Blackburn sást lesa bók á meðan réttarhöldin stóðu yfir. Rand Paul sást fylla út krossgátu og gera pappírskutlu. Þar að auki hafa þingmenn sést tala saman, sem er ekki leyfilegt.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Demókratar byrja á að færa rök fyrir því hvers vegna víkja ætti Donald Trump Bandaríkjaforseta úr embætti í dag. 22. janúar 2020 20:00
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Kalla eftir hugrekki meðal öldungadeildarþingmanna Demókratar vörðu fyrstu lotunni í opnunarræðum sínum til að fara með nánum hætti yfir meint embættisbrot Donald Trump, forseta, og af hverju öldungadeildarþingmenn ættu að sakfella hann og víkja honum úr embætti. 23. janúar 2020 10:15