Wang sló Serenu Williams óvænt út og ferill þeirrar dönsku á enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:30 Tárin runnu hjá Caroline Wozniacki eftir síðasta leik ferilsins í nótt. Getty/Clive Brunskill Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé. Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira
Bandaríska tenniskonan Serena Williams vinnur ekki 24. risatitil sinn á Opna ástralska mótinu í tennis því hún datt óvænt úr leik í nótt. Kínverjinn Wang Qiang vann þá hina 38 ára gömlu Serenu Williams, 6-4 6-7 (2-7) 7-5, þegar þær mættust í þriðju umferð mótsins. Serena Williams' quest for a 24th Grand Slam singles title goes on... She has been knocked out of the #AustralianOpen. More https://t.co/NzOd6II3n6#bbctennispic.twitter.com/HhcXr5kKvW— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Serena Williams gerði sig seka um mikið af mistökum í þessum leik og talaði sjálf um að „að atvinnumaður eigi ekki að geta gert svo mörg mistök“ og hún tilkynnti jafnframt að hún ætli strax á æfingu á morgun. Wang Qiang er 28 ára gömul og í 27. sæti heimslistans. Þegar þær mættust á Opna bandaríska meistaramótinu í september á síðasta ári þá tók það Serenu aðeins 44 mínútur að vinna hana. Nú var mótstaðan allt önnur. Serena Williams vann síðasta mótið sem fór fram fyrir Opna ástralska en hefur ekki unnið risamót síðan í Ástralíu árið 2017. Þá var hún komin átta vikur á leið. Hún ætlar sér enn að vinna 24. risatitilinn. „Annars væri ég ekki á mótaröðinni,“ sagði Serena Williams. Former world number one Caroline Wozniacki saw her hugely impressive career come to a close. Full story https://t.co/DuhVVKRt2z#bbctennispic.twitter.com/6Hm78hChFz— BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2020 Ferill hinnar dönsku Caroline Wozniacki er á enda eftir að hún datt út á móti Ons Jabeur frá Túnis. Ons Jabeur vann leik þeirra 7-5 3-6 7-5. „Þetta er búið að vera frábært ferðalag. Það var við hæfi að lokaleikurinn hafi verið jafn og ég hafi endaði á því að gera mistök í forhandarhöggi. Ég hef verið að vinna í því að bæta það allan minn feril,“ sagði Caroline Wozniacki í gríni eftir leik. Hin 29 ára gamla Caroline Wozniacki var búin að tilkynna það löngu fyrir mótið að hún myndi spila sinn síðasta tennisleik á Opna ástralska mótinu þar sem hún vann sinn eina risatitil. Caroline Wozniacki náði því að vera á toppi heimslistans í 71 viku á ferlinum, vann 30 mót og vann sér inn næstum því 4,4 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé.
Ástralía Bandaríkin Danmörk Kína Tennis Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Sjá meira