Baráttan um tímann Sigurður Sigurjónsson skrifar 23. janúar 2020 13:30 Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um opnunartíma leikskóla í Reykjavík síðustu daga eftir að meirihluti skóla- og frístundarsviðs setti fram tillögur um styttingu opnunartíma leikskóla. Þessar tillögur eru í samræmi við tillögur stýrihóps um umbætur og skipulag leikskólastarfs. Umræðan hefur verið að mestu málefnaleg, bæði með og á móti. Það getur þó verið erfitt að hlusta á borgarfulltrúa gefa í skyn að stjórnendur og kennarar séu að „kokka upp“ tölur til að nota í samningaviðræðum þegar rætt var um nýtingu á tímanum sem um ræðir, eins og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi lét hafa eftir sér í þættinum Í bítið á Bylgjunni 21. janúar síðastliðinn. Kennarar halda utan um skráningar, hvenær börn mæta og hvenær þau fara, og er þessi skráning öryggistæki en ekki „upp kokkaðar tölur“. Hildur ætti að bera meiri virðingu fyrir stjórnendum og kennurum en að gera þeim það upp að vera að „kokka upp tölur“. Einnig er vert að taka fram að þessar aðgerðir eru ekki hluti að kjaraviðræðum eins og gefið er í skyn heldur aðgerð til að gera leikskólana rekstrarhæfa og barnvænni. Áðurnefndur borgarfulltrúi var einnig í Silfrinu þann 19. Janúar sl. og sagði þar að einblínt væri á leikskólakennara og að sé enginn málsvari fyrir um 70% starfsfólks leikskólanna. Skoðum það aðeins út frá skýrslu stýrihópsins. Í skýrslunni kemur fram að „Stýrihópurinn leiti ráðgjafar og álits hjá aðilum með sérþekkingu á viðfangsefninu og helstu hagsmunaaðilum, s.s. Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda í leikskólum, stéttarfélögum annarra starfsmanna leikskóla, samtökum foreldra, Samtökum atvinnulífsins, háskólastofnunum sem koma að menntun leikskólakennara“. Þar kemur einnig fram að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sat í stýrihópnum sem kom með þessar tillögur í desember árið 2019. Höldum áfram að ræða stöðu leikskólanna, hvað þarf að gera til að bæta þá, hvaða leiðir eru færar og náum samstöðu um framkvæmdina. Að saka starfsfólk leikskólana um að falsa tölur máli sínu til stuðnings er ekki leiðin til að stuðla að betri leikskólum og auka samstöðu. Stjórnendur hafa bent á þessa leið þ.e. að stytta opnunartíma til að gera leikskólana betri, draga úr álagi á starfsfólk og börn. Fyrir því eru fagleg rök en tillögurnar eru ekki hluti af kjarabaráttu heldur liður í því að gera leikskólana rekstrarhæfa. Í þessu samhengi er rétt að benda á að dvalartími barna í leikskólum á Íslandi er einna lengstur í samanburði við önnur lönd samkvæmt skýrslum OECD og Eurydice og munar þar miklu. Það ætti ekki að hafa farið framhjá þeim sem fylgjast með að síðustu ár fyllast fréttamiðlar reglulega af fréttum um hversu erfitt er að manna leikskólana, deildum er lokað og börn send heim. Að stytta opnunartíma getur dregið úr þeim vanda sem foreldrar eru iðulega settir í með lokunum deilda og seinkaðri inntöku í leikskóla. Svo ekki sé talað um áhrifin á börnin. Samkvæmt lögum um leikskóla er leikskólinn fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er hann fyrir börn undir skólaskyldualdri. Leikskóli annast að ósk foreldra uppeldi, umönnun og menntun barna á leikskólaaldri en er ekki eingöngu þjónustustofnun. Ef sveitarfélög ætla að halda uppi háu þjónustustigi með löngum opnunartíma þá þarf að gera ráðstafanir til að hægt sé að veita þá þjónustu. Ráðstafanir geta falist í því að fækka verulega börnum í rými, hækka laun þeirra sem sinna störfunum og gera starfsumhverfið almennt betra. Hingað til hafa sveitarfélögin ekki verið tilbúin til þess og þá þarf að fara leiðir eins og að stytta opnunartímann barnanna vegna. Höfundur er formaður Félags stjórnenda leikskóla.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun