Þetta er leikskólinn Hagaborg Ólafur Brynjar Bjarkason skrifar 23. janúar 2020 14:00 Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun