Rafmagnslaust er nú á stórum hluta Vestfjarða eftir að Mjólkárlína 1, Breiðadalslína 1 og Ísafjarðarlína 1 fóru út í kringum 11:30.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir að varaaflsstöð í Bolungarvík hafi farið inn sjálfkrafa með rafmagn fyrir Bolungarvík og Ísafjörð.
Aðrir staðir á Vestfjörðum eru án rafmagns, segir í tilkynningunni.