Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum þegar Juventus sigraði Roma, 3-1, í 8-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld.
Ronaldo hefur skorað sjö mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Juventus.
Rodrigo Bentancur og Leonardo Bonucci skoruðu einnig fyrir Juventus í leiknum í kvöld. Mark Roma var sjálfsmark Gianluigis Buffon, markvarðar Juventus.
Barcelona slapp með skrekkinn gegn C-deildarliði Ibiza í spænska konungsbikarnum.
Antoine Griezmann skoraði bæði mörk Barcelona í naumum 1-2 sigri. Sigurmarkið kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Real Madrid vann C-deildarlið Unionistas, 1-3, á útivelli.
Gareth Bale og Brahim Díaz skoruðu fyrir Madrídinga auk þess sem Gongora, leikmaður Unionistas, gerði sjálfsmark.
Ronaldo skoraði í fjórða leiknum í röð | Griezmann bjargaði Barcelona gegn Ibiza
