Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 20:00 Adam Schiff, formaður saksóknarateymis fulltrúadeildarinnar, áður en réttarhöldin hófust í dag. Myndatökur eru bannaðar í þingsalnum. Vísir/EPA Flutningsmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrjuðu að flytja mál sitt gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta sem þeir saka um embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð fyrir eða ný gögn lögð fram. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar og oddviti saksóknara hennar, hóf mál sitt á að fullyrða að framferðið Trump hafi verið nákvæmlega það sem stofnendur Bandaríkjanna og höfundar stjórnarskrárinnar óttuðust. Fulltrúadeildin sakar Trump um að hafa misnotað vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og að hindra rannsókn þingsins á því. Saksóknarar fulltrúadeildarinnar hafa sólarhring yfir þrjá daga til að flytja mál sitt en þá fá verjendur forsetans jafnlangan tíma til varna. Verjendurnir krefjast tafarlausrar sýknu eða frávísunar á kærunni. Lýsti Schiff því að saksóknararnir ætluðu að greina frá „spilltri áætlun“ Trump forseta, síðan hvernig höfundar stjórnarskrárinnar sáu fyrir sér kæru vegna embættisbrota og að lokum útskýra hvers vegna gjörðir Trump forseta kalli á að víkja beri honum úr embætti. „Hann bað erlenda ríkisstjórn persónulega um að rannsaka mótherja sinn. Þessar staðreyndir eru ekki umdeildar,“ fullyrti Schiff. „Við erum með öll gögnin. Þeir eru ekki með gögnin“ Hvorki liggur fyrir hvort að vitni verði leidd fyrir öldungadeildina né hvort að ný gögn verði lögð fram eins og demókratar hafa krafist. Repúblikanar, sem hafa meirihluta þingsæta í öldungadeildinni, felldu tillögur þess efnis á fyrsta degi réttarhaldanna þegar fjallað var um reglur þeirra í gær. Trump forseti, sem er staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, neri demókrötum því um nasir að þeir hafi ekki fengið gögn frá Hvíta húsinu sem þeir sóttust eftir. Hvíta húsið hafnaði kröfum þingsins um gögnin og hefur virt stefnur þess efnis að vettugi. „Við erum með öll gögnin. Þeir hafa ekki gögnin,“ sagði Trump sem leiddi til þess að demókratar sökuðu hann um að stæra sig af því að hafa hindrað rannsókn fulltrúadeildarinnar sem er önnur ástæða þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Gerðu þeir að því skóna að með ummælunum hefði Trump lagt fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst sekur um að hindra rannsóknina. Vildi að Úkraínumenn gerðu honum persónulegan greiða Trump er kærður fyrir að misnota vald sitt í samskiptum hans og fulltrúa hans við úkraínsk stjórnvöld í fyrra. Þrýsti forsetinn á Úkraínumennina að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan keppinaut Trump í forsetakosningunum á þessu ári, og stoðlausa samsæriskenningu um kosningarnar árið 2016. Þessu hefur Trump ítrekað hafnað algerlega, jafnvel eftir að Hvíta húsið birti sjálft minnisblað um símtal forsetans við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þar sem Trump gekk ítrekað eftir rannsóknunum sem hefðu gangast honum pólitískt heima fyrir. Trump hefur lýst símtalinu sem „fullkomnu“. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptunum hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelenskíj. Í kjölfarið kom fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump fyrir fulltrúadeildina og báru vitni um að Trump og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður hans, hefðu haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að knýja þau til að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Hvíta húsið kom í veg fyrir að nokkrir embættismenn bæru vitni og að gögn sem málið varðar væru afhent. Á meðal þeirra sem hafa ekki borið vitni er John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem er talinn hafa verið ósáttur við athafnir Giuliani og bandamanna forsetans í Úkraínu. Öldungadeildin ætlar að greiða atkvæði síðar um hvort að vitni á borð við Bolton verði kölluð til en repúblikanar eru taldir ætla að forðast það í lengstu lög. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. 22. janúar 2020 00:01 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Flutningsmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrjuðu að flytja mál sitt gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta sem þeir saka um embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð fyrir eða ný gögn lögð fram. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar og oddviti saksóknara hennar, hóf mál sitt á að fullyrða að framferðið Trump hafi verið nákvæmlega það sem stofnendur Bandaríkjanna og höfundar stjórnarskrárinnar óttuðust. Fulltrúadeildin sakar Trump um að hafa misnotað vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og að hindra rannsókn þingsins á því. Saksóknarar fulltrúadeildarinnar hafa sólarhring yfir þrjá daga til að flytja mál sitt en þá fá verjendur forsetans jafnlangan tíma til varna. Verjendurnir krefjast tafarlausrar sýknu eða frávísunar á kærunni. Lýsti Schiff því að saksóknararnir ætluðu að greina frá „spilltri áætlun“ Trump forseta, síðan hvernig höfundar stjórnarskrárinnar sáu fyrir sér kæru vegna embættisbrota og að lokum útskýra hvers vegna gjörðir Trump forseta kalli á að víkja beri honum úr embætti. „Hann bað erlenda ríkisstjórn persónulega um að rannsaka mótherja sinn. Þessar staðreyndir eru ekki umdeildar,“ fullyrti Schiff. „Við erum með öll gögnin. Þeir eru ekki með gögnin“ Hvorki liggur fyrir hvort að vitni verði leidd fyrir öldungadeildina né hvort að ný gögn verði lögð fram eins og demókratar hafa krafist. Repúblikanar, sem hafa meirihluta þingsæta í öldungadeildinni, felldu tillögur þess efnis á fyrsta degi réttarhaldanna þegar fjallað var um reglur þeirra í gær. Trump forseti, sem er staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, neri demókrötum því um nasir að þeir hafi ekki fengið gögn frá Hvíta húsinu sem þeir sóttust eftir. Hvíta húsið hafnaði kröfum þingsins um gögnin og hefur virt stefnur þess efnis að vettugi. „Við erum með öll gögnin. Þeir hafa ekki gögnin,“ sagði Trump sem leiddi til þess að demókratar sökuðu hann um að stæra sig af því að hafa hindrað rannsókn fulltrúadeildarinnar sem er önnur ástæða þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Gerðu þeir að því skóna að með ummælunum hefði Trump lagt fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst sekur um að hindra rannsóknina. Vildi að Úkraínumenn gerðu honum persónulegan greiða Trump er kærður fyrir að misnota vald sitt í samskiptum hans og fulltrúa hans við úkraínsk stjórnvöld í fyrra. Þrýsti forsetinn á Úkraínumennina að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan keppinaut Trump í forsetakosningunum á þessu ári, og stoðlausa samsæriskenningu um kosningarnar árið 2016. Þessu hefur Trump ítrekað hafnað algerlega, jafnvel eftir að Hvíta húsið birti sjálft minnisblað um símtal forsetans við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þar sem Trump gekk ítrekað eftir rannsóknunum sem hefðu gangast honum pólitískt heima fyrir. Trump hefur lýst símtalinu sem „fullkomnu“. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptunum hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelenskíj. Í kjölfarið kom fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump fyrir fulltrúadeildina og báru vitni um að Trump og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður hans, hefðu haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að knýja þau til að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Hvíta húsið kom í veg fyrir að nokkrir embættismenn bæru vitni og að gögn sem málið varðar væru afhent. Á meðal þeirra sem hafa ekki borið vitni er John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem er talinn hafa verið ósáttur við athafnir Giuliani og bandamanna forsetans í Úkraínu. Öldungadeildin ætlar að greiða atkvæði síðar um hvort að vitni á borð við Bolton verði kölluð til en repúblikanar eru taldir ætla að forðast það í lengstu lög.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. 22. janúar 2020 00:01 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. 22. janúar 2020 00:01