Berglind stefnir á að tryggja AC Milan sæti í Meistaradeildinni en spilar á Íslandi í sumar Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2020 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar sigurmarki sínu á mánudaginn með nýju samherjum sinum hjá AC Milan. Getty/Emilio Andreoli Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með AC Milan er hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á mánudaginn. Tilkynnt var um komu Berglindar um helgina og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið. „Tilfinningin var mjög góð,“ sagði hún er Vísir sló á þráðinn til Ítalíu í gær en Berglind var þá nýbúin að klára æfingu. „Ég er ennþá að venjast því að vera í treyju merkt þessu stórliði, en það var virkilega gaman að hafa náð að brjóta ísinn strax og skora mörk í fyrsta leik.“ #MilanRoma: the highlights From 0-2 to 3-2: relive the Rossonere's thrilling comeback win Da 0-2 a 3-2: un'altra rimonta rossonera da rivivere #FollowTheRossonere#SempreMilanpic.twitter.com/uzleHt1M6G— AC Milan (@acmilan) January 20, 2020 Það leið ekki langur tími frá því að Berglind skrifað undir hjá ítalska liðinu og þangað til hún var komin í búninginn. Hvernig hefur henni tekist að koma sér inn í þetta á svona stuttum tíma? „Það hefur gengið frekar vel. Ég er bara að koma mér hægt og rólega inn í þetta allt og það sýna mér allir fullan skilning á því.“ Hún segir að það hafi ekki verið langur aðdragandi að félagaskiptunum. „Í rauninni ekki. Það var haft samband við mig og spurt hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég fór svo út nokkrum dögum seinna að skoða aðstæður. Svo tók ég ákvörðun daginn eftir að ég kom heim að utan.“ Við bárum Eyjakonuna að bera saman gæðin í deildinni ytra og hér heima en Berglind var á mála hjá Verona frá 2017 til 2018. „Gæðin eru fín hérna. Deildin er orðin mun betri en þegar ég var hérna síðast, stærstu klúbbarnir eru búnir að stíga upp og vilja gera þetta vel. Munurinn er kannski sá að deildin heima er meira líkamleg, en hérna úti er lagt meiri áherslu á tækni og hraða.“ Við komu Berglindar var sagt frá því á Twitter-síðu þar sem margar milljónir manna fylgjast með á hverjum degi. Hún hefur fundið fyrir því. And the winner is...Berglind Björg Thorvaldsdottir #CalcioFemminile#SerieAFemminilepic.twitter.com/GdE2ArxsJE— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) January 22, 2020 „Já ég fann mikið fyrir því. Ég er eiginlega ennþá að ná áttum eftir síðustu daga. Það er mikill áhugi á AC Milan út um allan heim og það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu. AC Milan er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig en tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fiorentina er með 28 stig. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Vonandi get ég hjálpað AC Milan að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári,“ en hún mun ekki vera áfram úti er samningurinn rennur út. „Ég kem svo aftur heim til Íslands í maí og spila með Breiðabliki í sumar,“ sagði Eyjakonan að lokum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með AC Milan er hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á mánudaginn. Tilkynnt var um komu Berglindar um helgina og hún gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum fyrir félagið. „Tilfinningin var mjög góð,“ sagði hún er Vísir sló á þráðinn til Ítalíu í gær en Berglind var þá nýbúin að klára æfingu. „Ég er ennþá að venjast því að vera í treyju merkt þessu stórliði, en það var virkilega gaman að hafa náð að brjóta ísinn strax og skora mörk í fyrsta leik.“ #MilanRoma: the highlights From 0-2 to 3-2: relive the Rossonere's thrilling comeback win Da 0-2 a 3-2: un'altra rimonta rossonera da rivivere #FollowTheRossonere#SempreMilanpic.twitter.com/uzleHt1M6G— AC Milan (@acmilan) January 20, 2020 Það leið ekki langur tími frá því að Berglind skrifað undir hjá ítalska liðinu og þangað til hún var komin í búninginn. Hvernig hefur henni tekist að koma sér inn í þetta á svona stuttum tíma? „Það hefur gengið frekar vel. Ég er bara að koma mér hægt og rólega inn í þetta allt og það sýna mér allir fullan skilning á því.“ Hún segir að það hafi ekki verið langur aðdragandi að félagaskiptunum. „Í rauninni ekki. Það var haft samband við mig og spurt hvort ég hefði áhuga á þessu. Ég fór svo út nokkrum dögum seinna að skoða aðstæður. Svo tók ég ákvörðun daginn eftir að ég kom heim að utan.“ Við bárum Eyjakonuna að bera saman gæðin í deildinni ytra og hér heima en Berglind var á mála hjá Verona frá 2017 til 2018. „Gæðin eru fín hérna. Deildin er orðin mun betri en þegar ég var hérna síðast, stærstu klúbbarnir eru búnir að stíga upp og vilja gera þetta vel. Munurinn er kannski sá að deildin heima er meira líkamleg, en hérna úti er lagt meiri áherslu á tækni og hraða.“ Við komu Berglindar var sagt frá því á Twitter-síðu þar sem margar milljónir manna fylgjast með á hverjum degi. Hún hefur fundið fyrir því. And the winner is...Berglind Björg Thorvaldsdottir #CalcioFemminile#SerieAFemminilepic.twitter.com/GdE2ArxsJE— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) January 22, 2020 „Já ég fann mikið fyrir því. Ég er eiginlega ennþá að ná áttum eftir síðustu daga. Það er mikill áhugi á AC Milan út um allan heim og það eru algjör forréttindi að fá að vera í þessari stöðu. AC Milan er í 4. sæti deildarinnar með 23 stig en tvö efstu sætin gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Fiorentina er með 28 stig. „Mér líst bara mjög vel á framhaldið. Vonandi get ég hjálpað AC Milan að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári,“ en hún mun ekki vera áfram úti er samningurinn rennur út. „Ég kem svo aftur heim til Íslands í maí og spila með Breiðabliki í sumar,“ sagði Eyjakonan að lokum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45 Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25 Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Berglind varð fyrsti Íslendingurinn til að skora fyrir AC Milan í næstum því 71 ár Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvívegis í endurkomusigri AC Milan á Roma í ítölsku kvennadeildinni og þar með náði hún því sem enginn Íslendingur hafði náð í 71 ár. 20. janúar 2020 13:45
Berglind Björg skoraði tvö mörk í fyrsta leiknum sínum með AC Milan Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan í ítölsku kvennadeildinni í fóbolta. 20. janúar 2020 13:25
Sjáðu mörkin sem Berglind Björg skoraði í fyrsta leiknum fyrir Milan Eyjakonan hefði ekki getað beðið um betri byrjun með AC Milan. 20. janúar 2020 23:30