Katrín var minnst 43 kíló: „Ég sá beinin út um allt en vildi samt meira“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Katrín komst á beinu brautina. Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira