Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 07:14 Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Vísir/AP Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Bandaríkjanna, samþykktu nú í morgun að fylgja þeim leikreglum sem Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, lagði til varðandi réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Atkvæðagreiðslan varðandi reglurnar fylgdi flokkslínum, þar sem 53 Repúblikanar greiddu atkvæði með tillögunni og 47 Demókratar greiddu atkvæði gegn henni. Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. Demókratar lögðu fram breytingartillögur en þeim var nánast öllum hafnað. Einu breytingarnar sem gerðar voru á tillögum McConnell vörðuðu það að lengja tímann sem báðar hliðar fá í opnunarræður sínar. Sömuleiðis gerði McConnell sjálfur breytingar á tillögum sínum varðandi leikreglur réttarhaldanna, áður en þingið kom saman í gærkvöldi. Fjölmiðlar ytra segja hann hafa gert það eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins lýstu yfir áhyggjum af því að réttarhöldin litu ekki út fyrir að vera óhlutdræg. Öllum kröfum Demókrata um að leyfa vitni í réttarhöldunum var hafnað. Þegar leið á nóttina segir AP fréttaveitan að hiti hafi komið í mannskapinn og á einum tímapunkti þurfti John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna sem stýrir réttarhöldunum, að skamma þingmenn fyrir orðaval þeirra. Hann sagði þeim að muna hvar þeir væru og að haga sér almennilega. Lögmenn forsetans stóðu fast á því að Trump hafi ekkert rangt gert og að embættisákærurnar gegn honum væru farsi. Þeir neituðu því ekki að Trump hafi beðið nýjan forseta Úkraínu um „greiða“ sem sneri að því að tilkynna rannsókn á meintri spillingu Joe Biden, sem er enn hvað líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna á árinu. Á sama tíma stöðvaði Trump afhendingu mikillar neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem var lögbrot, samkvæmt óháðri eftirlitsstofnun, á sama tíma og Úkraína stendur í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna sem Rússar styðja. Nei, lögmenn forsetans héldu því ítrekað fram að Trump hafi ekkert gert af sér og ekkert tilefni hafi verið til að ákæra hann. Sjá einnig: Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Adam Schiff hóf réttarhöldin með því að segja að stofnendur Bandaríkjanna hefðu sett embættisákærur í stjórnarskrá Bandaríkjanna vegna brota eins og þeirra sem Trump er sakaður um. Hann hafi misnotað vald sitt í eigin þágu, grafið undan öryggi Bandaríkjanna og krafið erlenda aðila til að hafa afskipti af kosningum í Bandaríkjunum. Varnir lögmanna Trump snerust að mestu leyti um það hve ósanngjörn rannsókn fulltrúadeildarinnar hafi verið.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira