Erlent

Níu látnir vegna Wuhan-veirunnar og 440 sýktir

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld Kína hafa rakið veiruna til fiskmarkaðar í borginni Wuhan. Þar munu sölumenn hafa selt lifandi og villt dýr með ólögmætum hætti, auk þess að selja fiskafurðir. Uppruni veirunnar hefur þó ekki verið staðfestur.
Yfirvöld Kína hafa rakið veiruna til fiskmarkaðar í borginni Wuhan. Þar munu sölumenn hafa selt lifandi og villt dýr með ólögmætum hætti, auk þess að selja fiskafurðir. Uppruni veirunnar hefur þó ekki verið staðfestur. AP/Dake Kang

Yfirvöld Kína vara við því að Wuhan-veiran svokallaða geti stökkbreyst og dreifst frekar. Baráttan gegn veirunni sé nú á mikilvægu stigi. Minnst níu eru látnir og 440 sýktir í Kína og öðrum ríkjum. Talið er að veiran, sem gengur undir tæknilega nafninu 2019-nCoV, sé af nýrri tegund kórónaveiru sem ekki hafi fundist áður í manneskjum

Vísbendingar eru um að veiran smitist í gegnum öndunarfæri.

Yfirvöld Kína hafa rakið veiruna til fiskmarkaðar í borginni Wuhan. Þar munu sölumenn hafa selt lifandi og villt dýr með ólögmætum hætti, auk þess að selja fiskafurðir. Uppruni veirunnar hefur þó ekki verið staðfestur.

Samkvæmt frétt BBC hafa yfirvöld Kína gefið verulega í varðandi tilraunir til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar. Vitað er til þess að minnst 2.197 manns hafa komist í tæri við fólk sem hefur smitast. Ekki er talið að nokkur aðili hafi smitað fleiri en tíu aðra, en slíkir aðilar kallast „ofursmitarar“.

Veiran hefur greinst í Kína, Taílandi, Taívan, Suður-Kóreu, Japan og Bandaríkjunum. Allir sem smitast hafa utan Kína ferðuðust nýverið til Wuhan.

Yfirvöld margra ríkja í nálægð við Kína hafa tilkynnt hertara eftirlit með kínverskum ferðalöngum. Þó er óttast að útbreiðsla veirunnar muni aukast á næstu dögum þar sem margir Kínverjar munu leggja land undir fót vegna nýárshátíðar þar í landi. Ríkisstjórn Kína hefur varið héraðsstjórar og borgarstjórnir gegn því að halda upplýsingum um smit leyndum og segja að það gæti gert ástandið mun verra. Nauðsynlegt sé að halda íbúum og öðrum upplýstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×