Vilja framkvæma jafnréttismat áður en tillaga um styttri leikskóladag verður samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 17:35 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm „Þetta ýtir frekar undir átök og kvíða frekar heldur en að ná sátt,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann flutti tillögu flokksins á borgarstjórnarfundi í dag um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma í leikskólum borgarinnar. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loki klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Málið er sem stendur statt hjá borgarráði en þessi tímalína, sem miðast við 1. apríl, mun ekki standast ef marka má orð Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og formanns borgarráðs, á borgarstjórnarfundi í dag. Þórdís Lóa sagði að á fundi borgarráðs á föstudaginn verði lögð fram tillaga um að fram fari ítarlegt jafnréttismat áður en tillaga skóla- og frístundaráðs verður samþykkt. Óskað verði eftir umsögnum allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, meðal annars frá Félagi foreldra leikskólabarna, Heimili og skóla og frá hagsmunasamtökum starfsmanna leikskóla. „Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana,“ sagði Þórdís Lóa. Jafnréttismatið sé liður í því. „Sem hluti af þessu mati verði talað við alla foreldra sem erum með dvalarsamning eftir klukkan 16:30 og aðstæður þeirra og afstaða til tillagnanna kannaðar. Greina á sérstaklega þann hóp foreldra sem hugsanlega ætti erfitt með að mæta þessari breytingu og skoða möguleika á mótvægisaðgerðum til að koma til móts við þá,“ sagði Þórdís Lóa. Í þessu ljósi lagði Þórdís Lóa til að tillögu Sjálfstæðisflokksins yrði vísað frá, enda sé málið enn á borði borgarráðs. Tillagan hefur verið afar umdeild en eftir að borgarstjórnarfundur hófst klukkan tvö í dag barst borgarfulltrúum til að mynda ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands þar sem ákvörðun skóla- og frístundarás er harðlega mótmælt. Samhliða umræðu um tillögu Sjálfstæðisflokksins fóru fram almennar umræður um áformin sem borgarstjórnarflokkar Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins fóru fram á. Þegar þetta er skrifað standa umræður um málið enn yfir á fundi borgarstjórnar og ekki hafa verið greidd atkvæði um tillögu Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Jafnréttismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. 20. janúar 2020 18:30 Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. 15. janúar 2020 22:28 Bein útsending: Breyttur opnunartími leikskóla til umræðu í borgarstjórn Áform borgaryfirvalda um styttingu á opnunartíma leikskóla eru meðal þess sem er til umfjöllunar á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir. 21. janúar 2020 14:41 „Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. 18. janúar 2020 14:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Þetta ýtir frekar undir átök og kvíða frekar heldur en að ná sátt,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þegar hann flutti tillögu flokksins á borgarstjórnarfundi í dag um að fallið verði frá áformum um að stytta opnunartíma í leikskólum borgarinnar. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loki klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Málið er sem stendur statt hjá borgarráði en þessi tímalína, sem miðast við 1. apríl, mun ekki standast ef marka má orð Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og formanns borgarráðs, á borgarstjórnarfundi í dag. Þórdís Lóa sagði að á fundi borgarráðs á föstudaginn verði lögð fram tillaga um að fram fari ítarlegt jafnréttismat áður en tillaga skóla- og frístundaráðs verður samþykkt. Óskað verði eftir umsögnum allra hlutaðeigandi hagsmunaaðila, meðal annars frá Félagi foreldra leikskólabarna, Heimili og skóla og frá hagsmunasamtökum starfsmanna leikskóla. „Þetta er hagsmunamál sem snertir marga og því mikilvægt að sú ákvörðun verði tekin að vel undirbúnu mál og hlustað sé bæði á foreldra og leikskólana,“ sagði Þórdís Lóa. Jafnréttismatið sé liður í því. „Sem hluti af þessu mati verði talað við alla foreldra sem erum með dvalarsamning eftir klukkan 16:30 og aðstæður þeirra og afstaða til tillagnanna kannaðar. Greina á sérstaklega þann hóp foreldra sem hugsanlega ætti erfitt með að mæta þessari breytingu og skoða möguleika á mótvægisaðgerðum til að koma til móts við þá,“ sagði Þórdís Lóa. Í þessu ljósi lagði Þórdís Lóa til að tillögu Sjálfstæðisflokksins yrði vísað frá, enda sé málið enn á borði borgarráðs. Tillagan hefur verið afar umdeild en eftir að borgarstjórnarfundur hófst klukkan tvö í dag barst borgarfulltrúum til að mynda ályktun frá Kvenréttindafélagi Íslands þar sem ákvörðun skóla- og frístundarás er harðlega mótmælt. Samhliða umræðu um tillögu Sjálfstæðisflokksins fóru fram almennar umræður um áformin sem borgarstjórnarflokkar Miðflokksins, Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins fóru fram á. Þegar þetta er skrifað standa umræður um málið enn yfir á fundi borgarstjórnar og ekki hafa verið greidd atkvæði um tillögu Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Jafnréttismál Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04 Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. 20. janúar 2020 18:30 Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. 15. janúar 2020 22:28 Bein útsending: Breyttur opnunartími leikskóla til umræðu í borgarstjórn Áform borgaryfirvalda um styttingu á opnunartíma leikskóla eru meðal þess sem er til umfjöllunar á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir. 21. janúar 2020 14:41 „Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. 18. janúar 2020 14:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45
Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00
Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30
Stytta opnunartíma leikskóla í Reykjavík Almennur opnunartími verður þannig frá klukkan 07:30 til 16:30 í stað 17:00. 14. janúar 2020 18:04
Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. 20. janúar 2020 18:30
Stytting leikskólanna bitni illa á fjölda foreldra og sérstaklega konum Eftir 1. apríl verða leikskólar borgarinnar opnir hálftíma skemur en í dag. 15. janúar 2020 22:28
Bein útsending: Breyttur opnunartími leikskóla til umræðu í borgarstjórn Áform borgaryfirvalda um styttingu á opnunartíma leikskóla eru meðal þess sem er til umfjöllunar á fundi borgarstjórnar sem nú stendur yfir. 21. janúar 2020 14:41
„Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. 18. janúar 2020 14:30