Bjarg byggir 58 íbúðir í Hraunbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2020 16:30 Um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. reykjavíkurborg Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu. Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétti fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en um er að ræða leiguíbúðir fyrir fjölskyldur og einstaklinga með lágar tekjur. Íbúðirnar fara í byggingu á þessu ári. „Samkvæmt úthlutuninni fær Bjarg heimild til að byggja þrjú stakstæð hús, tæpa 6.200 fermetra ofanjarðar ásamt bílakjöllurum. Samanlagður byggingarréttur er um 8.400 fermetrar. Samþykkið er háð því skilyrði að Bjarg fái úthlutað stofnframlagi frá ríkinu. Bjarg greiðir 45.000 krónur á fermetrann sem er verð byggingarréttar fyrir húsnæðisfélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Samtals greiðir Bjarg rúmar 309 milljónir króna fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld. Hluta byggingarréttar verður skuldajafnað á móti 12% stofnframlagi Reykjavíkurborgar sem er veitt á grundvelli laga nr. 52/2016. Bjarg skuldbindur sig til þess að framselja 20% íbúðanna, sem verða byggðar á lóðinni, á kostnaðarverði til Félagsbústaða. Félögin gera með sér sérstakan samning um kaupin,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Uppbygging hefst með haustinu Haft er eftir Birni Traustasyni, framkvæmdastjóra Bjargs, að hafist verði handa við uppbyggingu á lóðinni með haustinu. Íbúðirnar verði að öllum líkindum aðeins stærri en þær sem félagið hefur til þessa og eru ætlaðar fjölskyldufólki þar sem tekjuviðmið leigutaka hjá Bjargi hafa hækkað með nýjum lögum. „Þetta eru ekki einu íbúðirnar sem Bjarg byggir í Árbæ því félagið er langt komið með byggingu 99 íbúða í fjórum fjölbýlishúsum við Hraunbæ 153-163. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða. Félagið hefur að markmiði að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði, sem eru fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd. Bjarg íbúðafélag hefur verið með leiguíbúðir í byggingu við Móaveg í Grafarvogi, Úlfarsárdal, Hraunbæ og Kirkjusandi í Reykjavík auk íbúða á Akranesi og Akureyri. Fyrsta verkefni Bjargs var uppbygging á 155 íbúðum við Móaveg. Því verkefni er nú að fullu lokið og afhentu Íslenskir aðalverktakar félaginu síðustu íbúðirnar nú um miðjan janúar, á pari við kostnaðaráætlun og sex mánuðum á undan áætlun,“ segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira