Fór í golf eitt ágústkvöld og bjargaði líklega lífi ungrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2020 15:26 Jóhann Sveinbjörnsson er Austfirðingur ársins að mati lesenda Austurfréttar. Mynd/GG Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann. Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Jóhann Sveinbjörnsson 86 ára áhugakylfingur á Seyðisfirði segir það tilviljun að hann hafi ákveðið að fara út á golfvöll kvöld eitt í ágúst. Viðbrögð Jóhanns á vellinum gætu hafa orðið til þess að lífi ungrar konu, sem hafði hrapað í fjallinu fyrir ofan völlinn, var bjargað. Lesendur Austurfrétta völdu Jóhann Austfirðing ársins en tilkynnt var um valið í dag. Björgunarsveitir björguðu konunni í hlíðum Fjarðardals við Seyðisfjörð seint að kvöldi 6. ágúst í fyrrasumar. Í frétt Vísis um málið á sínum tíma segir að tilkynning um neyðarköll úr fjallshlíðinni hafi borist um klukkan tíu og björgunarfólkið komið á vettvang um tuttugu mínútum síðar. Konan, sem er frá Sviss, fannst að lokum talsvert slösuð ofan í læk og var að endingu flutt með sjúkraflugi á spítala í Reykjavík. Þá segir í umfjöllun Austurfréttar að konan hafi legið í fjallinu allan daginn og kallað á fólk á golfvellinum en án árangurs. Hún hafi jafnframt verið orðin mjög köld og þjáð þegar björgunarsveitarfólk kom að henni. „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“ Í tilkynningu er haft eftir Jóhanni að umrætt kvöld hafi honum leiðst heima hjá sér og því ákveðið að drífa sig í golf. „Það var hrein tilviljun sem réði því að ég var úti á velli. Ég hafði farið á Egilsstaði og yfir á Reyðarfjörð um daginn og settist við sjónvarpið til að horfa á fréttir. Ég var búinn að koma mér vel fyrir í sófanum hér heima þegar, upp úr klukkan átta um kvöldið, byrjar þáttur sem mér líkaði ekki. Ég hugsaði með mér: „Djöfull er þetta leiðinlegt, nú fer ég inn á golfvöll“,“ segir Jóhann. Seyðisfjörður í sumarbúning.Vísir/vilhelm Hann hafi svo verið efst á golfsvæðinu við rætur Bjólfs þegar honum fannst hann heyra í fuglum kallast á. Hann hélt svo áfram að heyra hljóðið og hugsað þá með sér að þarna gæti vel verið mannsrödd. „Mér fannst ekki vera hægt að ganga hjá því ef einhver væri í vandræðum. Ég var með síma en vildi ekki hringja í Neyðarlínuna því ég hélt þetta væru fuglar. Ég keyrði því út í bæ, heim til lögreglumannsins og fékk hann með mér inn eftir. Við gengum upp eftir þar sem ég hafði heyrt í konunni og hóuðum upp í fjallið. Við fengum svar til baka. Við vorum búnir að kalla svolitla stund og hlusta á hana þegar okkur kom saman um að þetta væri mannsrödd. Þá tók hann upp símann og hringdi í Neyðarlínuna.“ Fékk kort frá Sviss Konan sendi Jóhanni kort í haust og þakkaði fyrir björgunina, þó að Jóhann sjálfur leggi áherslu á að það hafi verið björgunarsveitarfólkið sem bjargaði henni. „Þá var hún komin til Sviss. Hún sagðist vera að byrja að læra að ganga aftur,“ er haft eftir Jóhanni um kveðjuna frá ungu konunni. Fjórtán komu til greina sem Austfirðingur ársins hjá Austurfrétt. Jóhann fékk flest atkvæði og fær að launum viðurkenningarskjal, gjafabréf í mat og gistingu á Gistihúsinu á Egilsstöðum og ársáskrift að Austurglugganum. „Ég er ekki grobbinn en ég er ánægður með að hafa átt þátt í að stelpan bjargaðist. Það var gott að fara ekki heim án þess að sinna henni. Það voru hins vegar björgunarmennirnir sem höfðu fyrir því að ná henni. Það er gaman að fá þessa viðurkenningu en ég held ég ofmetnist ekki. Ég er hins vegar mjög þakklátur þessu fólki sem sýndi mér þessa virðingu,“ segir Jóhann.
Björgunarsveitir Seyðisfjörður Tengdar fréttir Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Sóttu slasaða konu á Seyðisfjörð Hópur björgunarfólks sótti slasaða konu í hlíðar Fjarðardals við Seyðisfjörð á tólfta tímanum í gærkvöldi. 7. ágúst 2019 06:30