Líkamsleifar ellefu manna hafa fundist í húsnæði sem varð eldi að bráð í grennd við sögunarverksmiðju í Síberíu í Rússlandi.
Talsmenn yfirvalda segja eldinn hafa komið upp í bænum Prichulymsky í Tomsk-héraði.
Talið er að tíu hinna látnu hafi verið úsbeskir ríkisborgarar.
Í húsnæðinu á að hafa verið svefnaðstaða fyrir starfsmenn einkarekinnar sögunarverksmiðju.