Kylian Mbappe er hrifinn af Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 11:30 Kylian Mbappe hefur verið orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Hér er hann í leik á móti íslenska landsliðinu. Getty/Tim Clayton Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Kylian Mbappe, framherji franska stórliðsins Paris Saint Germain og lykilmaður í heimsmeistaraliði Frakka, líkir Liverpool liðinu við vél í nýju viðtali við breska ríkisútvarpið. Kylian Mbappe er líklega stærsta stjarnan sem hefur verið orðuð við Liverpool liðið á síðustu mánuðum en þar á ferðinni, að margra mati, besti ungi knattspyrnumaður heims. Kylian Mbappe hefur farið á kostum með bæði Paris Saint Germain liðinu sem og með franska landsliðinu og er kominn í hóp þeirra allra bestu þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Kylian Mbappe talks about #LFC being 'a machine', his links to Real Madrid and his hopes for the rest of the season with PSG. This is fascinating https://t.co/u0rmzD7SNmpic.twitter.com/f4aimo1iHq— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 Í viðtalinu við breska ríkisútvarpið var Kylian Mbappe spurður út í Liverpool liðið sem er nú með sextán stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Kylian Mbappe stóð fastur á því að hann væri leikmaður Paris Saint Germain og að hann væri með allan hugann við að spila með franska stórliðinu. Blaðamaður BBC hitti á hann þegar Kylian Mbappe var að kynna góðsgerðasamtök sín „Inspired by Kylian Mbappe (IBKM).“ Mbappe var aftur á móti alveg tilbúinn að tala um Liverpool liðið sem hefur vakið aðdáun hans. „Það er stórkostlegt sem Liverpool liðið er að gera þessa stundina. Þeir eru eins og vél, hafa fundið taktinn og takast á við hvern leik á sama hátt,“ sagði Kylian Mbappe. „Þeir hafa enn ekki tapað deildarleik. Þetta lítur kannski úr fyrir að vera auðvelt þegar þú horfir á þá en það er það ekki. Þessir gæjar eru einbeittir, spila á þriggja daga frestir en vinna, vinna og vinna,“ sagði Mbappe. Kylian Mbappe has a lot of praise for Liverpool, who he says are "a machine". In full: https://t.co/bQkf7u6iBr#LFC#PSG#bbcfootballpic.twitter.com/v8pQg91pIL— BBC Sport (@BBCSport) January 21, 2020 „Nú er vandamálið að allir horfa á Liverpool liðið og allir eru að fylgjast með því hvað liðin geta gert á móti þeim. Þeir þurfa því alltaf að vera að sanna styrk sinn en þetta er mjög gott lið með virkilega góðan knattspyrnustjóra,“ sagði Mbappe. Mbappe hefur aðeins verið orðaður við Liverpool en þó aðallega við spænska liðið Real Madrid. „Það eru allir að tala um það og ég talaði líka um það þegar ég var ungur. Núna er ég leikmaður og veit að þetta er ekki rétti tíminn til að ræða slík mál,“ sagði Mbappe. „Við erum í janúar og þetta er tími tímabilsins þar sem peningarnir flæða. Ímyndaðu þér ef ég svara þessari spurningu þinni og segi eitthvað. Allir fara að tala um það og það er ekki gott fyrir PSG,“ sagði Mbappe. „Ég er núna leikmaður PSG og er hér hundrað prósent. Ég vil hjálpa mínu félagi að vaxa á þessu tímabili og vinna fullt af titlum. Það er ekki gott fyrir mig að tala um framtíðina,“ sagði Mbappe. „Ég hugsa vel um klúbbinn því hann hjálpaði mér. Ég kom hingað þegar ég var átján ára. Ég var efnilegur en engin stórstjarna. Nú er ég stórstjarna og það er PSG og franska landsliðinu að þakka,“ sagði Mbappe. „Ég er rólegur og einbeittur á það að spila með PSG. Við verðum síðan bara að sjá til eftir tímabilið. Núna hugsa ég bara um að spila minn fótbolta,“ sagði Mbappe.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira