Töluð hrein vestfirska á íbúafundum á Flateyri og Suðureyri Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 21:42 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Egill Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Íbúafundur var haldinn á Gunnukaffi á Flateyri í Önundarfirði í dag og stendur nú yfir annar slíkur í félagsheimilinu á Suðureyri við Súgandafjörð en á dögunum féllu snjóflóð í fjörðunum tveimur eins og mikið hefur verið fjallað um. Byggðirnar tvær eru hluti Ísafjarðarbæjar og var Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á meðal þeirra sem ræddu málin á Flateyri. Fundurinn var vel sóttur og segir Guðmundur að fleiri hafi hann sótt en eigi lögheimili á Flateyri. „Þetta varðar okkur öll. Þarna var fólk frá nágrannabyggðarlögunum því öll búum við við þessa mannskæðu náttúruvá. Við erum öll með spurningar og þetta hittir Flateyringa og Súðvíkinga beint í hjartastað vegna sögunnar. Þetta ýfir upp svo ótrúlega erfið og djúp sár og snerti strengi okkar allra,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Frá hafnarsvæðinu á Flateyri eftir að snjóflóðið skall á.Vísir/Egill Fundurinn á Flateyri stóð yfir í um tvær klukkustundir og var hver einasta sekúnda þar fullnýtt að sögn Guðmundar. „Þetta var hitafundur, rosalega mikill tilfinningafundur en líka einn mikilvægasti fundur sem ég hef nokkurn tímann komið á. Fólk talaði bara hreina og tæra vestfirsku, fólk var reitt og lýsti vonbrigðum sínum, sagði Guðmundur og bætti við að fundargestum finnist það ekki hafa nægileg tæki og tól til þess að bjarga sér sjálfu þegar eitthvað bjátar á. „Vonbrigðin og reiðin eru mjög skiljanleg en á sama tíma fannst mér vera mikill baráttuandi. Ég á von að Súgfirðingar tali jafn hreina og beina vestfirsku og Flateyringar.“ Fundina sitja, auk bæjarbúa og Guðmundar bæjarstjóra, fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, lögreglu, ofanflóðasjóði og tryggingum. „Við reyndum að fá sem flesta sem gætu svarað spurningunum sem koma upp á fundunum,“ segir Guðmundur. Einnig eru á fundinum starfsfólk Ísafjarðarbæjar sem munu skrásetja það sem fram kemur á fundinum verða það verðmætar upplýsingar sem eiga að vera í hryggjarstykkið í aðgerðum að sögn Guðmundar. Flateyri við Önundarfjörð.Vísir/Egill Þá segir Guðmundur það til marks um ágæti íslensks samfélags að honum hafa borist símtöl frá Katrínu Jakobsdóttur ,forsætisráðherra, eingöngu til þess að láta vita að íbúar Vestfjarða væru í hugsunum hennar. „Þetta er það sem mér finnst svo dásamlegt við íslenskt samfélag. Að það sé komið milliliðalaust samband á milli mín og forsætisráðherra til þess að við séum algjörlega með augun á boltanum og áttum okkur á að við þurfum að vera fumlaus og ábyrg í því sem við þurfum að taka fyrir hendi,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar á leið til íbúafundar á Suðureyri.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira