Björgvin Páll: Síðasta ár gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 12:30 Björgvin Páll einlægur í viðtali við íþróttadeild. vísir/andri marinó Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00