Rannsaka starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis með áherslu einelti og áreitni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:41 Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. vísir/hanna Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á vinnustaðamenningu og starfsumhverfi þingsins með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis en það er Félagsvísindastofnun sem hefur umsjón með rannsókninni. „Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar. Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar,“ segir á vef þingsins. Könnunin sé þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. Þá er könnunin einnig liður í því að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna. „Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu,“ segir á vef Alþingis. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé. Tilhögun fundarins verður þannig að fyrst mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti þingsins fresta þingfundi til klukkan 16. Þegar þingfundur hefst að nýju verður Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmanns, minnst. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og þau verkefni sem eru fram undan. Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30 Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Alþingi stendur nú fyrir rannsókn á vinnustaðamenningu og starfsumhverfi þingsins með sérstakri áherslu á einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni. Frá þessu er greint á vef Alþingis en það er Félagsvísindastofnun sem hefur umsjón með rannsókninni. „Um er að ræða netkönnun með spurningum bæði til þingmanna og starfsmanna sem tekur mið af rannsókn Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU) og Evrópuráðsþingsins (PACE) á kynferðislegri áreitni og ofbeldi á evrópskum þjóðþingum og verða niðurstöður því að hluta til samanburðarhæfar. Einnig verður nýleg rannsókn sem Félagsvísindastofnun vann fyrir velferðarráðuneytið á íslenskum vinnumarkaði, Valdbeiting á vinnustað, höfð til hliðsjónar og samanburðar,“ segir á vef þingsins. Könnunin sé þannig þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar, svo sem eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni, á þjóðþingum Evrópu. Þá er könnunin einnig liður í því að afla almennra upplýsinga um Alþingi sem vinnustað og sameiginlegt starfsumhverfi þingmanna og starfsmanna. „Starfsmenn og þingmenn hafa fengið bréf frá forseta Alþingis með hvatningu til að taka þátt í könnuninni, þar sem bent er á að góð svörun auki verulega gæði könnunarinnar og gagnsemi. Þá er áréttað að netföng verði ekki tengd svörum þátttakenda og engar aðrar persónugreinanlegar upplýsingar verði nýttar í rannsókninni, hvorki við greiningu gagna né framsetningu niðurstaðna í lokaskýrslu,“ segir á vef Alþingis. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé. Tilhögun fundarins verður þannig að fyrst mun forsætisráðherra lesa forsetabréf um framhaldsfundi Alþingis. Síðan mun forseti þingsins fresta þingfundi til klukkan 16. Þegar þingfundur hefst að nýju verður Guðrúnar Ögmundsdóttur, fyrrverandi þingmanns, minnst. Þá les forseti tilkynningar og síðan hefst umræða um stöðuna í stjórnmálum í byrjun árs og þau verkefni sem eru fram undan.
Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30 Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30 Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Fleiri fréttir Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Sjá meira
Gefur orðum Klausturdólganna nýja vídd Forsætisráðherra segir sláandi hversu margar þingkonur hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi líkt og ný rannsókn sýnir. Ráðherrann ætlar að beita sér fyrir því að Alþingi taki málið til skoðunar. Stjórnsýslufræðingur sem vann rannsóknina segir hana gefa orðum Klausturdólganna alveg nýja vídd og sýni að konur hafi virkilega veikari stöðu en karlar í þinginu. 18. október 2019 20:30
Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Í gær kom út ný bók dr. Hauks Arnþórssonar. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunni Alþingis yfir 27 ára tímabil ásamt könnun sem lögð var fyrir konur á Alþingi. Niðurstöðurnar sýna meðal annars tengsl stéttarstöðu þingmanna og framgöngu þeirra í starfi. 19. október 2019 09:30
Segir að framgangur kvenna í stjórnmálum sé enn að mörgu leyti undir körlum kominn Haukur segir að ofbeldið sé vinnustaðatengt en hið sálfræðilega ofbeldi sé að mestu bundið við árásir á samfélagsmiðlum. 18. október 2019 13:23