Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2020 11:10 Leitarferlarnir klukkan ellefu í morgun. Búið er að fara yfir Austfjarðamið, vestur með Norðurlandi og norður eftir Kolbeinseyjarhrygg. Hvert skip hefur sinn lit. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon, gulur er Polar Amaroq, rauður er Ásgrímur Halldórsson og hvítur er Bjarni Ólafsson, Mynd/Hafrannsóknastofnun. Skipin fimm, sem hófu loðnuleitina í síðustu viku, eru nú ýmist öll komin í land eða rétt ókomin. Einnig var fjallað um leitina í fréttum Stöðvar 2. „Það er ekki vinnuveður eins og er. Við erum í 24-25 metrum á sekúndu á leið í land,“ sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, um borð í Árna Friðrikssyni nú fyrir hádegi en hafrannsóknaskipið var þá statt úti fyrir mynni Eyjafjarðar. „Við bíðum af okkur þennan hvell. Förum inn á Akureyri og þar þurfum við að láta kíkja á hliðarskrúfu í leiðinni,“ sagði Birkir. -En hvað hafa þeir séð af loðnu til þessa? „Í stuttu máli mjög lítið. Þetta hefur verið hrafl eða smátorfur á stangli en við höfum ekki séð neitt verulegt magn. Það segir okkur að loðna er ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.“ Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Bjarni Ólafsson AK sneru til hafna á Hornafirði og Norðfirði um helgina eftir að hafa lokið yfirferð um Austfjarðamið og er þeirra hlutverki lokið í bili. Fiskiskipin Hákon EA og Polar Amaroq komu inn til Akureyrar í morgun en þau munu síðan halda áfram leitinni ásamt Árna Friðrikssyni. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við förum út aftur um leið og þetta gengur yfir. Mér sýnist veðurspáin vera þannig að það geti orðið upp úr hádegi á morgun,“ sagði Birkir. „Við förum næst vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg og höldum síðan vestur með landgrunnskantinum, til Vestfjarða. Ætli við klárum þetta alveg niður í Víkurál.“ Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skipin fimm, sem hófu loðnuleitina í síðustu viku, eru nú ýmist öll komin í land eða rétt ókomin. Einnig var fjallað um leitina í fréttum Stöðvar 2. „Það er ekki vinnuveður eins og er. Við erum í 24-25 metrum á sekúndu á leið í land,“ sagði Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri, um borð í Árna Friðrikssyni nú fyrir hádegi en hafrannsóknaskipið var þá statt úti fyrir mynni Eyjafjarðar. „Við bíðum af okkur þennan hvell. Förum inn á Akureyri og þar þurfum við að láta kíkja á hliðarskrúfu í leiðinni,“ sagði Birkir. -En hvað hafa þeir séð af loðnu til þessa? „Í stuttu máli mjög lítið. Þetta hefur verið hrafl eða smátorfur á stangli en við höfum ekki séð neitt verulegt magn. Það segir okkur að loðna er ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.“ Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Veiðiskipin Ásgrímur Halldórsson SF og Bjarni Ólafsson AK sneru til hafna á Hornafirði og Norðfirði um helgina eftir að hafa lokið yfirferð um Austfjarðamið og er þeirra hlutverki lokið í bili. Fiskiskipin Hákon EA og Polar Amaroq komu inn til Akureyrar í morgun en þau munu síðan halda áfram leitinni ásamt Árna Friðrikssyni. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við förum út aftur um leið og þetta gengur yfir. Mér sýnist veðurspáin vera þannig að það geti orðið upp úr hádegi á morgun,“ sagði Birkir. „Við förum næst vestur fyrir Kolbeinseyjarhrygg og höldum síðan vestur með landgrunnskantinum, til Vestfjarða. Ætli við klárum þetta alveg niður í Víkurál.“
Akureyri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. 13. janúar 2020 22:00