Ísland vann í nótt 1-0 sigur á El Salvador í vináttulandsleik sem fór fram í Los Angeles, nánar tiltekið heimavelli LA Galaxy í MLS-deildinni.
Kjartan Henry Finnbogason, sem leikur með Vejle í Danmörku, skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik eftir laglega gabbhreyfingu.
Íslenska liðið skapaði sér nokkur hættuleg færi eftir föst leikatriði og skoruðu meðal annars eitt mark sem var dæmt af.
Nokkrar myndir úr leik A landslið karla við El Salvador. Leikið á heimavelli LA Galaxy í Kaliforníu. A few pics from the 1-0 friendly win vs El Salvador, played in the USA.#fyririslandpic.twitter.com/iEdDrgc69a
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 20, 2020
Þetta var annar sigur liðsins í ferðinni en á fimmtudaginn hafði Ísland betur gegn Kanada 1-0.
Markið og það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.