Stormur, éljagangur og vatnavextir Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:44 Það mun blása á vestanverðu landinu og miðhálendinu í dag. Enn eru ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi vestan Hestfjalls og sýnir vatnshæðarmælir við Brúnastaði svipað ástand. Gular viðvaranir vegna hvassviðris og éljagangs taka gildi á vestanverðu landinu og á miðhálendinu með morgninum og gilda fram á nótt. Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofunni segir að áfram megi búast við einhverri úrkomu á vatnasviði Hvítár og mun úrkoman ásamt leysingu skila sér með tíð og tíma neðar í ána. Sérfræðingurinn segir að vegna þessa séu líkur á að vatnshæð á svæðinu hækki meira og að flæði enn frekar í nærumhverfi árfarvegarins. Enn fremur er möguleiki á svokölluðum þrepahlaupum þegar ísstíflurnar losna og rennsli árinnar getur aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.Sjá einnig: Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Úrkoman í fyrrinótt og leysing hefur valdið nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegina. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á suðausturlandi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Þá taka gular veðurviðvarandi gildi með morgninum víða um land; eða á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Búist er við hvassviðri eða stormi með talsverðum éljagangi og skafrenningi. Það verður því lélegt skyggni og akstursskilyrði versna. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gert er ráð fyrir að ástandið vari fram á nótt. Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Enn eru ísstíflur í Hvítá á Suðurlandi vestan Hestfjalls og sýnir vatnshæðarmælir við Brúnastaði svipað ástand. Gular viðvaranir vegna hvassviðris og éljagangs taka gildi á vestanverðu landinu og á miðhálendinu með morgninum og gilda fram á nótt. Í athugasemdum sérfræðings hjá Veðurstofunni segir að áfram megi búast við einhverri úrkomu á vatnasviði Hvítár og mun úrkoman ásamt leysingu skila sér með tíð og tíma neðar í ána. Sérfræðingurinn segir að vegna þessa séu líkur á að vatnshæð á svæðinu hækki meira og að flæði enn frekar í nærumhverfi árfarvegarins. Enn fremur er möguleiki á svokölluðum þrepahlaupum þegar ísstíflurnar losna og rennsli árinnar getur aukist töluvert í skamman tíma í kjölfarið.Sjá einnig: Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Úrkoman í fyrrinótt og leysing hefur valdið nokkrum vatnavöxtum í ám og lækjum á sunnan- og vestanverðu landinu sem gætu haft áhrif á næsta umhverfi vatnsfarvegina. Sérstaklega má búast við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á suðausturlandi. Einnig eru líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Þá taka gular veðurviðvarandi gildi með morgninum víða um land; eða á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og á miðhálendinu. Búist er við hvassviðri eða stormi með talsverðum éljagangi og skafrenningi. Það verður því lélegt skyggni og akstursskilyrði versna. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum fjallvegum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Gert er ráð fyrir að ástandið vari fram á nótt.
Veður Tengdar fréttir Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07 Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Vísbendingar um að hreyfst hafi við klakastíflunni í Hvítá Vísbendingar er um að eitthvað hafi hreyfst við klakastíflu í Hvítá við Brúnastaði. Skoðun lögreglu hefur leitt í ljós að vatnsborð hefur lækkað töluvert við sumarbústaði á svæðinu. 19. janúar 2020 22:07
Lögreglan fylgist grannt með klakastíflu í Hvítá Lögreglan á Suðurlandi fylgist grannt með klakastíflu, sem myndaðist í Hvítá í vikunni. 18. janúar 2020 19:15