Nýjar reglur á landamærunum „algjört rothögg“ Sylvía Hall skrifar 15. ágúst 2020 16:03 Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri Hótel Sögu. Vísir Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri segir nýjar reglur um komu ferðamanna hingað til lands mikil vonbrigði. Það sé fyrirséð að þær muni hafa áhrif á ferðamennsku hér á landi og þar af leiðandi samfélagið allt. „Þetta er algjört rothögg fyrir okkur. Það er alltaf talað um ferðaþjónustuna, hún tengist inn í samfélagið allt og þjóðfélagið – þannig þetta er ekki bara rothögg fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ingibjörg í Vikulokunum á Rás 2 í morgun. Hún segir aðila í ferðaþjónustu hafa verið vongóða eftir umræðu um að samfélagið þyrfti að læra að lifa með veirunni. Í ofanálag hafi lítill hluti smita komið frá ferðamönnum og þær aðgerðir sem gripið var til á landamærunum 15. júní höfðu skilað góðum árangri. „Landið hefur aldrei verið lokað. Þegar er verið að tala um að landið hafi verið opnað 15. júní, það er ekki rétt. Þá var farið að setja ákveðnar leiðbeiningar um skimunina og hvaða lönd mættu koma inn,“ sagði Ingibjörg. Guðmundur Steingrímsson tók undir með Ingibjörgu og sagði landið ekki hafa verið opið frá og með 15. júní. Gripið hafi verið til ákveðinna aðgerða til þess að sporna gegn því að veiran kæmist inn með ferðamönnum en það þýddi þó ekki að ferðafrelsi fólks væri ótakmarkað. „Það er ekki einkenni á heilbrigðu, opnu landi að það sé potað prjóni upp í nefið á öllum sem koma til flugstöðvarinnar. Þetta voru sérstakar aðgerðir og mér fannst þær mjög skynsamlegar,“ sagði Guðmundur og bætti við að hann skildi ekki hvert markmiðið með breyttum aðgerðum væri ef ekki væri hægt að lofa því að landið yrði veirulaust. „Ein veira slapp inn með þessum afleiðingum – var það þá ekki býsna góð aðferð? Megum við ekki leggja mat á hana og megum við ekki bara halda henni áfram? Hvað ættum við að fá meira með þessari fyrst að vírusleysi er ekki í boði?“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35 „Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56 Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Smit gætu greinst daglega út ágúst og inn í september Gera má ráð fyrir að kórónuveirusmit haldi áfram að greinast svo gott sem daglega hér á landi út ágústmánuð og eitthvað inn í septemberbyrjun, samkvæmt nýju spálíkani. 15. ágúst 2020 13:35
„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14. ágúst 2020 19:56
Aðgerðir á landamærum geta dregið úr ábata ferðaþjónustu sem og komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir Hagræn greining fjármála- og efnahagsráðuneytisins leiðir í ljós að sóttvarnaaðgerðir á landamærum Íslands geta dregið verulega úr ábata af ferðaþjónustu en á sama tíma komið í veg fyrir kostnaðarsamar aðgerðir ef kórónuveiran kemst inn í landið með ferðalöngum. 14. ágúst 2020 18:26