Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Eiður Þór Árnason skrifar 31. janúar 2020 23:55 Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. Vísir/AP Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í kvöld með naumum meirihluta. Niðurstaðan er sögð nær tryggja að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja ljúka málinu sem fyrst. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og kusu þingmenn flokkanna eftir flokkslínum fyrir utan SusanCollins og Mitt Romney, tvo þingmenn Repúblikana, sem kusu með tillögu Demókrata. Þau atkvæði dugðu ekki til þess að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Þar með er ljóst að engin vitni verða kölluð til í öldungadeildinni og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Eins og fyrr segir eru nú allar líkur á því að Trump forseti verði sýknaður.Trump var ákærður fyrir tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting um að hefja rannsókn á JoeBiden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Var Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Trump hefur hafnað ásökununum. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Tillaga Demókrata um að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta sem fram fara í öldungadeild Bandaríkjaþings var felld í kvöld með naumum meirihluta. Niðurstaðan er sögð nær tryggja að Trump verði sýknaður í öldungadeildinni af ákærum um embættisbrot. Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja ljúka málinu sem fyrst. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni og kusu þingmenn flokkanna eftir flokkslínum fyrir utan SusanCollins og Mitt Romney, tvo þingmenn Repúblikana, sem kusu með tillögu Demókrata. Þau atkvæði dugðu ekki til þess að tryggja Demókrötum meirihluta en tillagan var felld með 51 atkvæði gegn 49. Þar með er ljóst að engin vitni verða kölluð til í öldungadeildinni og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Eins og fyrr segir eru nú allar líkur á því að Trump forseti verði sýknaður.Trump var ákærður fyrir tvö meint embættisbrot. Annars vegar fyrir að misnota vald sitt og hins vegar fyrir að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á fyrra brotinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting um að hefja rannsókn á JoeBiden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Var Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Trump hefur hafnað ásökununum.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30 Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50 Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44 Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Komið annað hljóð í strokkinn hjá Repúblikönum Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins virðast margir hverjir hafa stokkið á rök lögmannsins Alan Dershowitz, eins verjanda Donald Trump, forseta, um að þó svo að Trump væri sekur um það sem hann var ákærður fyrir, sé ekki tilefni til að víkja honum úr embætti. 28. janúar 2020 22:30
Bolton segir Trump hafa tengt hernaðaraðstoð við pólitískar rannsóknir Í drögum að nýrri bók fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Bandaríkjaforseta er forsetinn bendlaður við þrýstingsherferð gegn Úkraínu með beinni hætti en vitni hafa getað gert til þessa. 27. janúar 2020 10:50
Nær útilokað að vitni verði kölluð til í réttarhöldunum yfir Trump Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar þeim mistókst að ná nægilega mörgum atkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram. 31. janúar 2020 06:44
Réttarhöldin gegn Trump: Forseti Hæstaréttar neitaði aftur að nafngreina uppljóstrarann John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna og dómari réttarhaldanna gegn Donald Trump, neitaði að lesa upp spurningu til lögmanna Trump í kvöld. 30. janúar 2020 18:48