Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2020 14:50 Misjafnt er eftir leikskólum hversu mikil skerðingin verður en ljóst er að í mörgum skólum verður hún veruleg. vísir/hanna Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. Reykjavíkurborg hefur birt upplýsingar um hvaða áhrif verkfallsaðgerðirnar munu hafa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins. „Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um 9000 starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um 1.000 starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um 700 úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar. Áhrif á leikskólastarf Starfsfólk Eflingar í skólum á vegum Reykjavíkurborgar er um 1.000. Ef til vinnustöðvunar kemur mun það fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu leikskóla í Reykjavík en þeir eru 63 talsins. Misjafnt er eftir leikskólum hversu mikil skerðingin verður en ljóst er að í mörgum skólum verður hún veruleg. Matarþjónusta verður með ólíkum hætti milli leikskóla. Stjórnendur leikskólanna munu upplýsa forráðamenn leikskólabarna um þá þjónustu sem verður í boði á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkföll Eflingarfólks mun hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla í Reykjavík.vísir/vilhelm Foreldrar greiða ekki gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki sótt leikskóla vegna verkfalls eða þjónustuskerðingar s.s. matarþjónustu. Komi til verkfalls mun það hafa óveruleg áhrif á grunnskóla Reykjavíkur. Skólastjórnendur grunnskóla Reykjavíkur munu upplýsa nemendur og forráðamenn nánar eftir því sem við á. Þjónusta frístundaheimila verður óbreytt. Áhrif á velferðarþjónustu Velferðarsvið sótti um undanþágu fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og þeirra sem þurfa á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ekki verður hægt að tryggja heilbrigði og öryggi einstaklinga sem þurfa ákveðna umönnun eða úrræði ef undanþága fæst ekki. Sótt var um undanþágu fyrir um 245 stöðugildi af um 450 hjá velferðarsviði á eftirfarandi starfsstöðum. Verkalýðsfélagið Efling hefur samþykkt undanþágubeiðnir vegna þessara starfsstaða. Tvö hjúkrunarheimili Droplaugarstaðir (ásamt Foldabæ) og Seljahlíð 13 starfsstaðir þar sem rekið er húsnæði fyrir fatlað fólk (íbúðakjarnar og herbergjasambýli) Sex starfsstaðir sem sinna málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir Nauðsynleg öryggisþjónusta á heimilum Þjónustuíbúðir á fimm stöðum Framleiðslueldhús Lindargötu sem sér um að elda og pakka heimsendum mat. Vistheimilið Mánaberg Fyrirhugað verkfall mun t.a.m. hafa þau áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar að ekki verður boðið upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða auk þess sem heimaþjónusta á borð við þrif frestast á verkfallsdögum. Dagdvöl fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum sem rekin hefur verið í Þorraseli mun loka en þar eru að jafnaði 40 einstaklingar sem njóta þjónustunnar. Þá mun ekki verða hádegismatur í boði fyrir fatlað fólk sem starfar og dvelur í Iðjubergi og Gylfaflöt. Sorphirða og umhirða borgarlands Á boðuðum verkfallsdögum mun sorphirða frestast. Þá verður hreinsun í kringum grenndarstöðvar ekki sinnt auk ýmissar umhirðu í borgarlandinu. Öryggis- og bilanavakt borgarlandsins fellur niður. Snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, t.d við leik og grunnskóla fellur enn fremur niður,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborg. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. Reykjavíkurborg hefur birt upplýsingar um hvaða áhrif verkfallsaðgerðirnar munu hafa. Komi til verkfalla er ljóst að það mun hafa mest áhrif á leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum borgarinnar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins. „Starfsfólk Eflingar telur um 1.850 af um 9000 starfsmönnum borgarinnar. Eflingarfólk starfar í fjölbreyttum störfum á 129 starfsstöðum hjá Reykjavíkurborg. Um 1.000 starfa á skóla- og frístundasviði, þar af mikill meirihluti í leikskólunum. Þá starfa um 700 úr Eflingu við velferðarþjónustu borgarinnar. Áhrif á leikskólastarf Starfsfólk Eflingar í skólum á vegum Reykjavíkurborgar er um 1.000. Ef til vinnustöðvunar kemur mun það fyrst og fremst leiða til skerðingar á þjónustu leikskóla í Reykjavík en þeir eru 63 talsins. Misjafnt er eftir leikskólum hversu mikil skerðingin verður en ljóst er að í mörgum skólum verður hún veruleg. Matarþjónusta verður með ólíkum hætti milli leikskóla. Stjórnendur leikskólanna munu upplýsa forráðamenn leikskólabarna um þá þjónustu sem verður í boði á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Verkföll Eflingarfólks mun hafa talsverð áhrif á starfsemi leikskóla í Reykjavík.vísir/vilhelm Foreldrar greiða ekki gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki sótt leikskóla vegna verkfalls eða þjónustuskerðingar s.s. matarþjónustu. Komi til verkfalls mun það hafa óveruleg áhrif á grunnskóla Reykjavíkur. Skólastjórnendur grunnskóla Reykjavíkur munu upplýsa nemendur og forráðamenn nánar eftir því sem við á. Þjónusta frístundaheimila verður óbreytt. Áhrif á velferðarþjónustu Velferðarsvið sótti um undanþágu fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og þeirra sem þurfa á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ekki verður hægt að tryggja heilbrigði og öryggi einstaklinga sem þurfa ákveðna umönnun eða úrræði ef undanþága fæst ekki. Sótt var um undanþágu fyrir um 245 stöðugildi af um 450 hjá velferðarsviði á eftirfarandi starfsstöðum. Verkalýðsfélagið Efling hefur samþykkt undanþágubeiðnir vegna þessara starfsstaða. Tvö hjúkrunarheimili Droplaugarstaðir (ásamt Foldabæ) og Seljahlíð 13 starfsstaðir þar sem rekið er húsnæði fyrir fatlað fólk (íbúðakjarnar og herbergjasambýli) Sex starfsstaðir sem sinna málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir Nauðsynleg öryggisþjónusta á heimilum Þjónustuíbúðir á fimm stöðum Framleiðslueldhús Lindargötu sem sér um að elda og pakka heimsendum mat. Vistheimilið Mánaberg Fyrirhugað verkfall mun t.a.m. hafa þau áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar að ekki verður boðið upp á mat og kaffiveitingar í níu félagsmiðstöðvum fyrir aldraða auk þess sem heimaþjónusta á borð við þrif frestast á verkfallsdögum. Dagdvöl fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum sem rekin hefur verið í Þorraseli mun loka en þar eru að jafnaði 40 einstaklingar sem njóta þjónustunnar. Þá mun ekki verða hádegismatur í boði fyrir fatlað fólk sem starfar og dvelur í Iðjubergi og Gylfaflöt. Sorphirða og umhirða borgarlands Á boðuðum verkfallsdögum mun sorphirða frestast. Þá verður hreinsun í kringum grenndarstöðvar ekki sinnt auk ýmissar umhirðu í borgarlandinu. Öryggis- og bilanavakt borgarlandsins fellur niður. Snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, t.d við leik og grunnskóla fellur enn fremur niður,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborg. Boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar - Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. - Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. - Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll Eflingarfólks í borginni Þúsund leikskólastarfsmenn munu leggja niður störf strax á þriðjudag sem mun hafa mikil áhrif á leikskóla borgarinnar, og munu einhverjir þeirra að líkindum þurfa að loka vegna manneklu. 31. janúar 2020 14:12