Þreytist aldrei á endurteknum sögum Emilíönu Torrini Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2020 14:00 Hafliði Breiðfjörð, stofnandi og framkvæmdastjóri vefsíðunnar Fótbolti.net, á Triumph Herald bíl sínum sem hann rúntar um á sumrin. Vísir/Vilhelm Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, er líklega einhver mesti aðdáandi söngkonunnar Emilíönu Torrini. Í það minnsta sé miðað við mætingu hans á tónleikaröðina Af fingrum fram þar sem Jón Ólafsson fær til sín góða gesti úr tónlistarheiminum. Emilíana mætti til Jóns í Salinn í Kópavogi í gærkvöldi - í sjötta skiptið eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hafliði hefur mætt í fjögur af þessum skiptum. „Þetta er eiginlega bara tilviljun,“ segir Hafliði hlæjandi við Vísi. Emilíana Torrini flutti til Íslands fyrir sex til sjö árum eftir tvo áratugi erlendis.Martijn van de Streek Emilíana mætti þrisvar til Jóns í Salinn í Kópavogi veturinn 2018 til 2019. Þau tróðu upp um páskana 2019 í Hofi á Akureyri áður en Emilíana mætti aftur í Salinn í september síðastliðnum. Enn var þéttsetinn bekkurinn í gærkvöldi þegar hún fór yfir ferilinn í máli og söng. „Fyrst fór ég bara af því að mig langaði geðveikt að sjá þessa tónleika. Heyra hana syngja gömlu lögin sem hún syngur almennt ekki. Hún hefur eiginlega ekkert sungið þau síðan hún flutti út fyrir rúmlega tuttugu árum síðan,“ segir Hafliði. Fram kom á tónleikunum í gær að Emilíana og Jón unnu mikið saman áður en Emilíana fór út í hinn stóra heim. Hann var tónlistarstjóri þegar hún lék í Hárinu og hvatti hana til dáða þegar hún hafði tekið sér hlutverk í bakröddum í hljómsveit nokkurri. Hann þóttist sjá að mikið bjó í Emilíönu. Þau náðu vel saman á sviðinu. Emilíana tók að sjálfsögðu Sunny Road í Salnum í gær. Hafliði segist næst hafa verið staddur á Akureyri um páskana í fyrra. „Við vorum að spá hvað við ættum að gera og sáum að það voru tónleikar í Hofi, sama sería. Við fórum á tónleikana og sátum á fyrsta bekk. Það var mjög gaman.“ Svo virðist sem áhugi Hafliða á tónlist Emilíönu hafi spurst út. Í það minnsta hefur hann ekki þurft að borga fyrir miða á síðustu tvenna tónleika. Í haust og svo í gærkvöldi. „Hin skiptin hefur mér verið boðið. Það vita allir að ég er aðdáandi. Ég sagði já takk og mætti.“ View this post on Instagram #4 Ég er í raun orðinn eins og Óttar Felix sem sá bítlamyndina 30 sinnum því ég er að sjá Emilíönu Torrini á Af fingrum fram tónleikaröðinni í fjórða sinn í kvöld. Alltaf geggjað A post shared by Hafliði Breiðfjörð (@haflidibg) on Jan 30, 2020 at 1:39pm PST Hann segir aðdáun sína líklega hafa byrjað á táningsárum. Hafliði er fæddur 1976 en Emilíana ári síðar. Meðal þess sem Emilíana sagði frá í gærkvöldi var metnaðarfull aðferð hennar til að selja plötur á þeim tíma í Skífunni í Kringlunni. Hún réð sig til starfa með það að markmiði að greiða fyrir sölu á eigin plötu. Lýsti hún á mjög kostulegan hátt hvernig hún færði plötuna sína framar í rekkann og mælti með plötunni. Bauðst til að árita hana. „Svo var ég rekin eftir jólin,“ sagði Emilíana og salurinn sprakk. Að neðan má sjá skemmtilega klippu úr þættinum Loga í beinni þar sem rifjaðir voru upp taktar átján ára Emilíönu Torrini úr sjónvarpi. Hafliði segir stemmninguna á tónleikum gærkvöldsins hafa verið sérstaklega afslappaða. Þau Jón sem höfðu Stefán Magnússon gítarleikara og Róbert Þórhallsson bassaleikara sér til halds og trausts náðu sérstaklega vel saman. Prógrammið greinilega slípast vel til. „Þetta var bara eins og sunnudagur við píanóið,“ segir Hafliði og getur undirritaður, sem sömuleiðis var staddur í Salnum, tekið undir það. Emilíana hefur raunar einstakt lag á því að tala lágt, segja sögur með einhvers konar látlausum tilþrifum svo áhorfendur hrífast með. Af fingrum fram er langt í frá eini vettvangurinn sem Hafliði hefur notið tóna Emilíönu. Hann sótti meira að segja tónleika hennar í Moskvu þann 15. júní 2018 þar sem hún söng með hljómsveitinni The Colorist. Emilíana ásamt The Colorist í Moskvu í júní 2018. Hún gerði alla meðlimi sveitarinnar að hörðum stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þá var Hafliði staddur í rússnesku höfuðborginni til að fjalla um gengi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem náði degi síðar fræknu jafntefli við Argentínu. Emilíana missti reyndar af leiknum. Hún var með aðra tónleika í Stuttgart. „Ég grét með sárum ekka, í alvörunni, þegar þetta var dramatískur grátur,“ sagði Emilíana í viðtali við Vísi á þeim tíma. Emilíana fór um víðan völl í gærkvöldi. Hvort sem var á tónlistarferlinum, ástarlífinu eða þá staðreynd að hún væri komin með teina á efri tennurnar. Eitthvað sem Jón gerði mikið grín að og Emilíana sjálf líka. Þetta væri fyrsta lýtaaðgerðin hennar, sagði söngkonan og hló. Eins og svo oftur í gærkvöldi hló salurinn með. Hafliði segist vissulega vera búinn að heyra sömu áhugaverðu sögurnar úr smiðju Jóns og Emilíönu fjórum sinnum. Hann verði samt aldrei þreyttur á sögunum. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að hann verði mættur næst þegar Jón og Emilíana leiða saman hesta sína segir Hafliði hlæjandi: „Ef þú býður mér!“ Emilíana tekur Animal Games á Hlustendaverðlaunum 2014. Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 6. september 2019 10:30 Ekkasog Emilíönu sem er mætt til Moskvu en missir af leiknum Emilíana Torrini elskar HM, er mætt til höfuðborgar Rússlands en flýgur þaðan í nótt. 15. júní 2018 15:30 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, er líklega einhver mesti aðdáandi söngkonunnar Emilíönu Torrini. Í það minnsta sé miðað við mætingu hans á tónleikaröðina Af fingrum fram þar sem Jón Ólafsson fær til sín góða gesti úr tónlistarheiminum. Emilíana mætti til Jóns í Salinn í Kópavogi í gærkvöldi - í sjötta skiptið eftir því sem fréttastofa kemst næst. Hafliði hefur mætt í fjögur af þessum skiptum. „Þetta er eiginlega bara tilviljun,“ segir Hafliði hlæjandi við Vísi. Emilíana Torrini flutti til Íslands fyrir sex til sjö árum eftir tvo áratugi erlendis.Martijn van de Streek Emilíana mætti þrisvar til Jóns í Salinn í Kópavogi veturinn 2018 til 2019. Þau tróðu upp um páskana 2019 í Hofi á Akureyri áður en Emilíana mætti aftur í Salinn í september síðastliðnum. Enn var þéttsetinn bekkurinn í gærkvöldi þegar hún fór yfir ferilinn í máli og söng. „Fyrst fór ég bara af því að mig langaði geðveikt að sjá þessa tónleika. Heyra hana syngja gömlu lögin sem hún syngur almennt ekki. Hún hefur eiginlega ekkert sungið þau síðan hún flutti út fyrir rúmlega tuttugu árum síðan,“ segir Hafliði. Fram kom á tónleikunum í gær að Emilíana og Jón unnu mikið saman áður en Emilíana fór út í hinn stóra heim. Hann var tónlistarstjóri þegar hún lék í Hárinu og hvatti hana til dáða þegar hún hafði tekið sér hlutverk í bakröddum í hljómsveit nokkurri. Hann þóttist sjá að mikið bjó í Emilíönu. Þau náðu vel saman á sviðinu. Emilíana tók að sjálfsögðu Sunny Road í Salnum í gær. Hafliði segist næst hafa verið staddur á Akureyri um páskana í fyrra. „Við vorum að spá hvað við ættum að gera og sáum að það voru tónleikar í Hofi, sama sería. Við fórum á tónleikana og sátum á fyrsta bekk. Það var mjög gaman.“ Svo virðist sem áhugi Hafliða á tónlist Emilíönu hafi spurst út. Í það minnsta hefur hann ekki þurft að borga fyrir miða á síðustu tvenna tónleika. Í haust og svo í gærkvöldi. „Hin skiptin hefur mér verið boðið. Það vita allir að ég er aðdáandi. Ég sagði já takk og mætti.“ View this post on Instagram #4 Ég er í raun orðinn eins og Óttar Felix sem sá bítlamyndina 30 sinnum því ég er að sjá Emilíönu Torrini á Af fingrum fram tónleikaröðinni í fjórða sinn í kvöld. Alltaf geggjað A post shared by Hafliði Breiðfjörð (@haflidibg) on Jan 30, 2020 at 1:39pm PST Hann segir aðdáun sína líklega hafa byrjað á táningsárum. Hafliði er fæddur 1976 en Emilíana ári síðar. Meðal þess sem Emilíana sagði frá í gærkvöldi var metnaðarfull aðferð hennar til að selja plötur á þeim tíma í Skífunni í Kringlunni. Hún réð sig til starfa með það að markmiði að greiða fyrir sölu á eigin plötu. Lýsti hún á mjög kostulegan hátt hvernig hún færði plötuna sína framar í rekkann og mælti með plötunni. Bauðst til að árita hana. „Svo var ég rekin eftir jólin,“ sagði Emilíana og salurinn sprakk. Að neðan má sjá skemmtilega klippu úr þættinum Loga í beinni þar sem rifjaðir voru upp taktar átján ára Emilíönu Torrini úr sjónvarpi. Hafliði segir stemmninguna á tónleikum gærkvöldsins hafa verið sérstaklega afslappaða. Þau Jón sem höfðu Stefán Magnússon gítarleikara og Róbert Þórhallsson bassaleikara sér til halds og trausts náðu sérstaklega vel saman. Prógrammið greinilega slípast vel til. „Þetta var bara eins og sunnudagur við píanóið,“ segir Hafliði og getur undirritaður, sem sömuleiðis var staddur í Salnum, tekið undir það. Emilíana hefur raunar einstakt lag á því að tala lágt, segja sögur með einhvers konar látlausum tilþrifum svo áhorfendur hrífast með. Af fingrum fram er langt í frá eini vettvangurinn sem Hafliði hefur notið tóna Emilíönu. Hann sótti meira að segja tónleika hennar í Moskvu þann 15. júní 2018 þar sem hún söng með hljómsveitinni The Colorist. Emilíana ásamt The Colorist í Moskvu í júní 2018. Hún gerði alla meðlimi sveitarinnar að hörðum stuðningsmönnum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Þá var Hafliði staddur í rússnesku höfuðborginni til að fjalla um gengi karlalandsliðsins í knattspyrnu sem náði degi síðar fræknu jafntefli við Argentínu. Emilíana missti reyndar af leiknum. Hún var með aðra tónleika í Stuttgart. „Ég grét með sárum ekka, í alvörunni, þegar þetta var dramatískur grátur,“ sagði Emilíana í viðtali við Vísi á þeim tíma. Emilíana fór um víðan völl í gærkvöldi. Hvort sem var á tónlistarferlinum, ástarlífinu eða þá staðreynd að hún væri komin með teina á efri tennurnar. Eitthvað sem Jón gerði mikið grín að og Emilíana sjálf líka. Þetta væri fyrsta lýtaaðgerðin hennar, sagði söngkonan og hló. Eins og svo oftur í gærkvöldi hló salurinn með. Hafliði segist vissulega vera búinn að heyra sömu áhugaverðu sögurnar úr smiðju Jóns og Emilíönu fjórum sinnum. Hann verði samt aldrei þreyttur á sögunum. Aðspurður hvort ekki sé líklegt að hann verði mættur næst þegar Jón og Emilíana leiða saman hesta sína segir Hafliði hlæjandi: „Ef þú býður mér!“ Emilíana tekur Animal Games á Hlustendaverðlaunum 2014.
Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 6. september 2019 10:30 Ekkasog Emilíönu sem er mætt til Moskvu en missir af leiknum Emilíana Torrini elskar HM, er mætt til höfuðborgar Rússlands en flýgur þaðan í nótt. 15. júní 2018 15:30 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. 6. september 2019 10:30
Ekkasog Emilíönu sem er mætt til Moskvu en missir af leiknum Emilíana Torrini elskar HM, er mætt til höfuðborgar Rússlands en flýgur þaðan í nótt. 15. júní 2018 15:30