Maður sakfelldur fyrir að reyna að stela Magna Carta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2020 21:53 Rekja má þetta rit Magna Carta aftur til ársins 1215 þegar bálkurinn var samþykktur. epa/VICKIE FLORES Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991. Bretland England Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira
Maður á fimmtugsaldri var sakfelldur fyrir að hafa gert tilraun til að stela afriti af Magna Carta frá dómkirkjunni í Salisbury í Bretlandi. Magna Carta er enskur lagabálkur frá árinu 1215 sem takmarkaði völd konungs og er elsti vísir að þingræði sem til er. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Mark Royden, 47 ára gamall raðþjófur, beitti hamri til að reyna að brjóta glerkassann sem verndaði ritið en honum mistókst ætlunarverkið. Ritið umrædda er afrit af upprunalega Magna Carta bálkinum en er engu að síður 805 ára gamalt. Brot eftir hamarhöggin sem Royden lét dynja á varnarglerinu þegar hann reyndi að stela ritinu.epa/VICKIE FLORES Kviðdómendur við krúnudóminn í Salisbury sakfelldu hann einnig fyrir eignaspjöll. Royden sagði í samtali við lögreglu að hann tryði að ritið væri falsað. Ránstilraunin, sem olli rúmra 2,3 milljóna króna eignartjóna, var gerð í október 2018 í miðaldarsafni kirkjunnar þar sem ritið var til sýnis. Royden var handtekinn eftir að hafa verið eltur uppi og haldið af „góðvilja“ vegfarendum. Richard Parkes QC, dómari í málinu, sagði við kviðdómendur: „Það er kaldhæðnislegt að sá kafli Magna Carta sem verjandinn er sakaður um að reyna að stela segir að enginn frjáls maður megi vera fangelsaður nema hann sé dæmdur á lögmætan hátt af jafningjum hans.“ Hann bætti því við að Magna Carta rit dómkirkjunnar í Salisbury væri talið ósvikið og væri gríðarlega mikilvægt rit og eitt af fjórum sem væri frá árinu 1215. Hægt væri að rekja ritin fjögur aftur til fundar Jóns konungs og barónanna við Runnymede. Royden hefur á baki sér 23 aðrar sakfellingar fyrir 51 brot, þar á meðal þjófnað og eignaspjöll. Hann varð fyrir heilaskaða þegar hann lenti í bílslysi árið 1991.
Bretland England Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Sjá meira