Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld en alls eru átta útsendingar á dagskránni í dag.
Evrópumótaröðin heldur áfram en leikið er í Sádi Arabíu þessa helgina. Tvær útsendingar verða frá mótinu; ein klukkan átta og ein hálf tólf.
Waste Management Phoenix Open mótið á PGA-mótaröðinni er svo á dagskránni klukkan átta.
Það hefst svo körfuboltaveisla klukkan 18.20 sem stendur fram yfir miðnætti. Grindavík og Fjölnir mætast sem og Stjarnan og Njarðvík.
Dominos-körfuboltakvöld hefur svo göngu sína eftir leikinn í Garðabænum og kvöldið endar svo á umræðu um 18. umferð Dominos-deildar kvenna.
Sýnt er svo frá föstudagsleiknum í ensku B-deildinni þar sem Derby og Stoke mætast. Wayne Rooney leikur sem kunnugt er með Rooney.
Allar beinu útsendingar næstu daga má finna á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar dagsins:
08.00 Saudi International (Stöð 2 Golf)
11.30 Saudi International (Stöð 2 Golf)
18.20 Grindavík - Fjölnir (Stöð 2 Sport)
19.40 Derby - Stoke (Stöð 2 Sport 2)
20.00 Waste Management Phoenix Open (Stöð 2 Golf)
20.10 Stjarnan - Njarðvík (Stöð 2 Sport)
22.10 Dominos Körfuboltakvöld karla (Stöð 2 Sport)
23.40 Umræða um 18. umferð kvenna (Stöð 2 Sport)
