Jóhann Gunnar Einarsson og Logi Geirsson tóku Lokaskotið í Seinni bylgjunni í gær.
Meðal þess sem þeir ræddu um var hvort það skipti máli að þjálfarar landsliða, sem eru einnig með lið í Olís-deildinni, væru fjarverandi í janúar. Þrír þjálfarar í Olís-deildinni voru á EM í Noregi, Svíþjóð og Austurríki; Erlingur Richardsson, Einar Andri Einarsson og Gunnar Magnússon.
„Það er enginn kostur við þetta nema það sé orðið erfitt milli leikmanna og þjálfara,“ sagði Jóhann Gunnar.
„Ég man þegar maður var sjálfur í þessu að þegar þjálfarinn var ekki á svæðinu gat maður aðeins slakað á. Ég er ekki að segja að maður hafi bara labbað um en það var léttara yfir þessu, aðeins lengri fótbolti og svona,“ bætti Jóhann Gunnar við.
Logi Geirsson sagði að hann hefði aldrei verið duglegri en þegar þjálfarinn var fjarverandi.
„Þá gaf ég enn meira í þetta. Svona erum við ólíkir,“ sagði Logi léttur. Hann telur að það skipti máli þegar þjálfarinn er fjarverandi. Jóhann Gunnar var á öðru máli og benti á að Selfoss hefði orðið Íslandsmeistari í fyrra þrátt fyrir Patrekur Jóhannesson hefði ekki verið með liðið í janúar.
Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan: Jói slakaði á þegar þjálfarinn var fjarverandi en Logi segist aldrei hafa verið duglegri
Tengdar fréttir

Seinni bylgjan: „Þeir voru of lengi að stoppa tímann“
Mark Elliða Snæs Viðarssonar, sem dæmt var af í leik ÍBV og Vals, var til umræðu í Seinni bylgjunni.

Seinni bylgjan: Léleg fjárfesting hjá FH í Agli
Jóhann Gunnar Einarsson, einn af sérfræðingum Seinni bylgjunnar, vill fá meira frá Agli Magnússyni, skyttu FH.

Seinni bylgjan: Þjálfari Aftureldingar krotar á sjálfan sig
Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, fékk sérfræðinga sína til að segja sitt álit á því að Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, skrifi minnispunkta á hendina á sér.