Innlent

Létt­skýjað syðra en bætir í snjó­komuna fyrir norðan

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það mun sjást til sólar á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Það mun sjást til sólar á höfuðborgarsvæðinu í dag. vísir/vilhelm

Það verður norðlæg átt í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrar á sekúndu. Snjókoma með köflum eða dálítil él um landið norðanvert en léttskýjað að mestu syðra.

Síðdegis gengur í norðan átta til fimmtán metra á sekúndu og bætir í snjókomuna norðanlands.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir jafnframt að frost verði víða á bilinu eitt til átta stig en sums staðar mun hitinn skríða upp fyrir frostmark við ströndina.

Þá verður svipað veður á morgun en heldur mun draga úr ofankomunni fyrir norðan. Á laugardaginn er svo útlit fyrir bjart og stillt veður víða um land og mun herða talsvert á frosti, einkum norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt yfirleitt 5-13 m/s. Snjókoma með köflum eða dálítil él um landið norðanvert, en léttskýjað að mestu syðra. Norðan 8-15 og bætir í ofankomu norðanlands síðdegis.

Norðan og norðaustan 5-13 á morgun, en norðvestan 13-18 undir Vatnajökli síðdegis. Snjókoma með köflum norðanlands, en áfram bjart sunnantil. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.

Á föstudag:

Norðlæg átt 5-13 m/s, en 10-15 norðanlands fram eftir degi. Bjartviðri sunnantil á landinu, en annars él, einkum um landið norðaustanvert. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag:

Hæg breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en norðvestan 8-13 og él norðaustantil fyrri part dags. Herðir á frosti.

Á sunnudag:

Hæg suðlæg átt. Skýjað með köflum eða bjartviðri, en stöku él um landið sunnan- og vestanvert. Frost 3 til 13 stig, kaldast inn til landsins.

Á mánudag:

Austlæg átt með snjókomu eða éljum sunnantil á landinu. Áfram kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×